Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 71
Meðalæfi íslendinga á siðari hluta 19. aldar.
359
lengi þriggja ára gömul börti eigi eptir aS lifa að meðaltali, legg jeg
saman allar tölurnar á eptir 7200' og deili svo með 7200 í sunim-
una. Þó verður ávallt að .bæta J/2 við kvótann; pví þessi 2000
börn, sem deyja á 1. árinu,. deyja ekki öll strax, heldur smámsaman;
reikningurinn verður eins og þau öll hefðu lifað í x/2 ár; og líkt
má segja um allar hinar tölurnar í töflunni.
Jeg hef nú reiknaS líftöflur fyrir Island fyrir tímabilin frá
1850—60 og frá 1890—1901, og sett hjer til samanburðar líftöflur
fyrir Noreg 1881—91 og England 1881—1890, sem jeg hafði viS
hendina.
Sá sem lítur á þessar töflur, mun fyrst reka augun í það,
liversu afar mikið hefur dáið af ungbörnum á árunum 1850—1860;
meira en 4. hvert barn liefur dáið á 1. árinu og af þeim sem verða
eins árs gömul deyr aptur meira en 11. hvert innan þriggja ára. Með-
alæfi nyfæddra barna er á því tímabili ekki meira en 34—35 ár,
og fellur það vel saman við reikninga Indriða Einarssonar. En
eptir því sem börnin stálpast, fara þau að mega eiga von á að
lifa lengur; og þegar þau eru orðiu 10 ára, er meöalæfi þeirra
(eða meðal-aldursauki) litlu styttti en meöalæfi 10 ára barna
á tímabilinu frá 1890—1901, einu ári, eða vel það. Yfirleitt er
meðalæfin 1850—60 nokkuð lægri en 1890—1901, eu aðalmismun-
urinn er þó fólginn í því hve mikill barnadauðinn er á fyrra tíma-
bilinu.
Annað er einkennilegt við þessar töflur; það er hversu miklu
meira deyr af körlum en konum. Kvenfólk er nú að vísu vana-
lega langlífara en karlmenn, eins og t. d. má sjá í töflunum fyrir
Noreg og Eugland. En munurinn er þar hvergi nærri eins mikill
og hjer. Það er nú engin furða, þótt svona sje, þegar litiö er á
það, hversu tíöar drukknanir eru hjer við land. A tímabilinu
1890—1901 hafa drukknað 793 karlmenn, en alls hafa dáið 8590,
að andvana fæddum frátöldum. A þessu tímabili hefur því meira
en 11. hver maður drukknað, eða hjerumbil 66 á ári
að meðaltali. Og þeir eru flestir menn á bezta aldri, milli 18 ára
og fimtugs. Það er með öörum orðum, að eptirlifendur um fimt-
tigt væru allt að því níu hundruðum fleiri, ef ekki væru drukkn-
anirnar, og kæmi þá meiri jöfnuður á fjölda eptirlifandi karla og
kveuna.
Enn er eitt sjerstaklega aðgæzlu vert við töfluna fyrir tíma-
bilið 1890—1901; það er, hversu fátt deyr af börnum eldri en
tveggja ára. Meðalæfin er hjer hæst fyrir börn á 3. ári en í hin-