Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 77

Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 77
Er Snorri Sturluson höfundur Egils sögu? 365 Enn af þeim Míramönnum, sem uppi vóru, þegar sagan var samin, er Snorri langlíklegastur firir allra hluta sakir. Hann bjó þá á höfuðbóli ættarinnar. Hann sótti til ríkis í því hjeraði, sem sag- an segir að Skalla-Grímur hafi numið, forfaðir ættarinnar, sá er firstur nam land hjer þeirra langfeðga, og hann eignaðist þetta hjerað að lokum með svo að segja sömu takmörkum og Skalla- Grímur. Og athugavert er, að sagan eignar SkalIaGrími þetta stóra landnám þvert ofan í eldri texta Landnámu, sem söguhöfund- urinn hlítur að hafa þekt, þar sem Skalla Grími var eignað miklu minna landnám. Þetta hef jeg fært ljósar sönnur á í ritgjörð minni, og er það viðurkent af próf. F. J. Eftir gömlu reglunni »cui bono?« berast hjer böndin að Snorra. Þessi gífurlega aukning landnáms Skalla-Gríms var honum í hag fremur enn nokkrum öðr- um um þær mundir, sem sagan var rituð. Sömuleiðis hefur sagan gert of mikið úr þingmannasveit Tungu-Odds, enu því gamla goð- orði náði Snorri um 1207. Þetta bendir ómótmælanlega í sömu átt. Jeg hef sínt, að grein sú, er hjer að lítur, um ríki Tungu- Odds, stendur ekki á rjettum stað í sögunni, og er auðsjáanlega síðar í aukið. Próf. F. J. ber ekki á móti þessu, enda liggur það í augum uppi. Þetta kemur vel heim við þá skoðun mína, að sagan sé samin, meðan Snorri bjó á Bt rg, enn að Snorri hafi síðan aukið eða látið auka í greininni um Tungu-Odd, þegar hann hafði náð hinu gamla goðorði Tungu-Odds og var fluttur að Reikholti, sem er sami bærinn og Breiðabólstaður, þar sem Oddur bjó. Jeg sje ekki, að jeg hafi hjer farið með neina fjarstæðu. Eða hvernig vill próf. F. J. skíra það, að greinin um ríki Tungu-Odds stendur á þvöröfugum stað, löngu eftir að Tungu-Oddur er úr sögunni? Enn fremur þekkjum vjer ekki um það leiti, sem sagan er samin, neinn annan mann enn Snorra af ætt Míramanna, sem hafi verið þeim hæfilegleikum búinn, að honum sje trúandi til að hafa skrifað söguna. Hún ber vott um sömu ritsnildina og lísir sjer í Heims- kringlu Snorra. Bæði Guðbr. Vigfússon og próf. F. J. hafa tekið eftir því, hve orðfærið á Egils sögu og Hkr. er líkt, og eins er niður- skipun efnisins jafnsnildarleg í báðum þessum ritum. Hjer við bætist, að ímsir kaflar eru svo að segja orðrjett eins í þeim báð- um, og er það ekki tiltökumál, þegar þau segja frá sömu viðburð- um, því að þá má ætla, að um tvo höfunda sje að ræða, sem hafi skrifað annarhvor eftir hinum eða báðir notað sömu heimild. Enn þegar ritin lísa mismunandi viðburðum eða persónum svo að segja með sömu orðum, þá liggur næst að skíra það á þann hátt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.