Skírnir - 01.12.1905, Page 74
362
Meðalæfi íslendinga á síðari hluta 19. aldar.
um töflunum ekki fyr en fyrir þriggja til fjögurra ára gömul
börn. Dánarlíkurnar eru þannig:
Hjer I Noregi A Englandi
Á 3. ári deyja 1.40”/» 2.17°/o 2.34/«.
Á 4. ári deyja 0.80”/o 1.67/» 1.53/»
Á 5. ári deyja 0.71”/» 1.35/. 1.12/
Þetta kemur sjálfsagt af því, að vjer íslendingar erum að mestu
leyti lausir við ýmsa skæða sjúkdóma, sem í útlóndum eru land-
lægir og börnin deyja þar úr hópum saman, t d. mislingar,
skarlatssótt o. fl.
Eptir þessum reikningum ætti þá meðalæfi nyfæddra barna á
tímabilinu 1890—-1901 að hafa verið 47—48 ár, og þannig að
hafa aukist á síðari hluta aldarinnar um 13 ár eða þar í kring.
Þessi mikli munur stafar einkum af því, hversu afarmikið barna-
dauðinn hefur minnkað, og er það sjálfsagt mest að þakka betii
læknaskipun og betri þekkiugu á meðferð ungbarna en áður var,
en meðfram því, hversu vjer erum afskekktir, hversu samgöng-
urnar eru litlar og því tiltölulega auðvelt fyrir dugandi lækna
að verja landið fyrir næmum sjúkdómum, sem annarsstaðar eru
algengir, og lítið verður ráðið við.
Olafuk Daníelsson.