Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 63

Skírnir - 01.12.1905, Page 63
Einar Benediktsson. 351 Þegar hann lýsir norðurljósunum, þá sér hann að: Það er eins leikið sé huldri hötid hringspil nteð glitrandi sprotum og baugum. Og jafnframt tekur hann eftir þvi, að hrímklettar stara við hljóðan mar til himins með kristallsaugum. Eða þessi lýsing á siglingu: Vélum knúin skríður skjótt skeið í kaldri töfranótt. Gljúpar öldur undan láta, ekka-þungt við súðir gráta — Hafið á mig andar hljótt eilíft, myrkt, sent dauðans gáta. I kvæðinu »Stjarnan« flnnur hann »strengina á heið- loftsins hörpum titra«. Svona mætti lengi halda áfram og telja fram hverja líkinguna annari betri. Einar Benediktsson er huliðshyggjumaður (mystiker) í aðra röndina. í kvæðunum »Undir stjörnum«, »Norður- ljós«, »í Slútnesi« og víðar er andi hans gagntekinn af tilflnningu þcss, að líf vort stendur í nánu sambandi við alheimslíflð og dregur þaðan afl sitt, ljós og yl. Hvergi kemur þetta fagurlegar fram en í kvæðinu um Slútnes: Ég veit að alt er af einu fœtt, að alheimsins líf er ein voldug ætt dauðleg, eilíf og ótal þætt um afgrunns og himins slóðir. Þess vegna getur hann líka sagt: Mér finst eins og speglist fjötruð sál í frjóhnappsins daggarauga. Um þetta kvæði andar hvíld og friði; svipurinn yflr öllu er heiður og hreinn, náttúrulýsingin töfrandi og hugsunin frjósöm eins og Slútnes sjálft. Af því skáldið flnnur, að hann og blómin eiga að miklu leyti eðli og örlög saman,.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.