Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 5

Skírnir - 01.12.1905, Page 5
Trú og sannanir. Eg hygg og held því fram, að því verði naumast neitað með réttu, að trúarbrögðin séu mjög að kulna með vestrænu þjóðunum, að minsta kosti í þeirri mynd, sem kristin kirkja boðar þau. Sjálfsagt er þessu einkum svo farið í löndum prótest- anta. Þar er það ekkei’t leyndarmál, að mikill meiri hluti háskólagenginna manna, að guðfi’æðingum fráskild- um, og eins þeiri’a manna, sem fengið hafa eitthvað svip- aða meixtun eins og þeir, sem stundað hafa nám við há- skóla, eru annaðlivort andvígir trúarbrögðunum, leynt eða ljóst, eða láta þau liggja milli hluta og ekkert til sín taka, byggja lífskoðun sína alls ekkert á þeim og sinna ekkert kristinni kirkju, nema þá í því skyni einu að hrjóta ekki bág við gamlar og fagrar venjur. Þá er ekki hinn nxikli aragrúi vinnulýðs í borgunum trúræknari, íxema siður sé. Jöfnum höndum við baráttu hans fyrir betri kjörum og gagngerðri breyting á fyrirkomulagi mannfélagsins fer bai’átta gegn kristimxi kirkju. Bændur hafa hingað til verið minst snortnir af þeim kenningum, sem eru trúar- brögðunum andvígar. Eix því lengi’a sem þeir dragast inn í sti’aum nútíðarmenningarinnar, því minni verður munui’inn á þeinx og öði’um stéttunx manna, og þá sjálf- sagt eins í þessu efni eins og öði’um. Allra óvænlegastar eru horfur trúai’bragðanna, þegar þess er gætt, að næstunx því allir ágætustu gáfumenn mentaþjóðanna hafa á einum til tveimur síðustu manns- öldrununx orðið þeim fráhverfir. Á þá afburða-vitsmuna- menn, senx játað hafa kristna trú af ríki’i sannfæring, eins

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.