Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 8
296
Trú ,og sannanir.
indunum. Og áhrifin eru mismunandi á einstaklingana.
Suma fælir kirkjan frá sér. Suma draga vísindin frá
henni — vafalaust miklu fleiri menn en þá, er gera sér-
nokkura vísindalega grein fyrir lífsskoðun sinni. En ekkf
virðist mér neinn vafi geta á því leikiö, að afstaða vís-
indanna til trúarbragðanna hafi haft margfalt ríkari áhrif
á gáfaða og þroskaða menn yfirleitt en yfirsjónir og ófull-
komleikar kirkjunnar. Og gáfuðu og þroskuðu mennirnir
eru það, sem ráða sannfæring fjöldans, þegar til lengdar
lætur.
Eg er alveg sannfærður um, að allur þorri þeirra al-
vörugefinna gáfumanna, sem horfið hafa frá trúarbrögð-
unum, hefir svipaða sögu að segja, eins og prófessor Georg
Brandes segir af sér í æfisögu sinni í »Det ny Aarhundrede«-
Hann brýtur heilann fram og aftur um trúarbrögðin á
stúdentaárum sínum. Og í lengstu lög heldur hann dauða-
haldi í ódauðleika-vonina. Ekki getur hann með nokkuru
móti hugsað sér eða sætt sig við, að öllu sé lokið með
andláti líkamans. Hitt finst honum sennilegt og vonandi,
að andlátið sé eins og nokkurs konar fæðing inn í nýjan
og óendanlega æðri heim. Hann leggur þessar hugsanir
og vonir fyrir kennara sinn, prófessor Bröchner. Og kenn-
arinn sýnir honum fram á, að menn viti ekki um neitt,.
sem á það bendi, að einstaklingurinn lialdi áfram lífi sínu
eftir andlátið, svo að þessar vonir hans séu á engu bygð-
ar. Brandes getur ekki annað en fallist á það. Og eftir
er hann hefir lært að líta á trúarbrögðin frá því sjónar-
miði, verða þau að reyk i huga hans.
Eg hygg, að hér séum vér komnir að aðalorsök trúar-
fráhvarfsins. Um Darwin er sagt, að einu sinni hafi hann
verið spurður, hvernig á því stæði, að hann væri ekki
kristinn maður. Hann svaraði: » Af því að kristindóminn
vantar sannanir«. Mentaður heimur tekur nú yfirleitt
ekki gildar sannanirnar fyrir kristindóminum.
Því fer mjög fjarri, að eg vilji gera lítið úr hugræn-
um (»innri«) sönnunum kristindómsins, trúarreynslu krist-
inna manna á öllum öldum — svo fjarri, að eg er sann-