Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 75

Skírnir - 01.12.1905, Page 75
Er Snorri Sturluson höfundur Egilssögu? I ritgjörð um afstöSu Landnámu og Egils sðgu, er jeg hef rit- að í Arbækur hins norræna fornfræðafjelags, hef jeg meðal annars leitt rök að því, að Snorri Sturluson sje höf. Egils sögu. Bóka- vörður Kr. Kálund, sem má telja meðal fremstu vísindamanna í þessari grein, hefur þegar iátið í ljós í formála fyrir Palæografisk Atlas, Oldnorsk- islandsk afdeling, á VI. bls., að hann hneigist að þessari skoðun minni. Aftur á móti hefur prófessor Finnur Jóns- son andmælt henni í síðasta hefti Skírnis. Af því að fæstir af lesendum Skírnis munu eiga kost á að 'lesa ritgjörð mína í Árbókum og ritdómur próf. F. J. gefur harla ófullkomna hugmind um efni hennar, mun jeg reina að gera uokkra grein fyrir skoðun uiiniii um þetta mál. Auðvitað þikir mjer leitt, að próf F. J. skuli ekki geta verið mjer samdóma um, að Snorri sje höfundur Egils sögu, eða að þær ástæður, sem jeg hef fært firir því, eigi við rök að stiðjast, og hefði jeg búist við því, að hann þá hefði fært fram einhver rók á móti. Enn það gerir hann ekki. Því að ekki get jeg talið það með röksemdum, þó að honum þiki ósennilegt, að Snorri hafi hjer um bil 28 ára að aldri samið svo meistaralegt rit, sem Egils saga •er. Var ekki Sophokles 28 ára, þegar hann kepti við snillinginn Æsohylos í samning leikrita og vann siguráhonum? Sagnfræðing urinn Ranke var á sama aldri, þegar hann gaf út tvö af hinum merku ritum sínum (»Gesohichte der romanischen und germauischen völker 1494—1534« og »Zur kritik neuerer geschichtschreiber«). Úr bókmentasögu allra þjóða má færa til mímörg dæmi þess, að rithöfundar hafa veriö bráðþroska, og furðar mig á, að mitm heiðr- aði vinur skuli halda fram slíkri röksemd í alvöru. Ekki get jeg heldur skilið, hvað hann »hefur á móti því, að gerðar sóu tilraunir til þess að feðra rit eða kvæði, sem ganga ekki undir neinu höfundarnafni«. Þetta hefur hann þó sjálfur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.