Skírnir - 01.12.1905, Page 95
Áriö 1905.
38S
hann hafði gert við »Stóra norræna ritsímafélagið« um símalaguing
til landsins og um það. Tilboð um loftfregnaskeyti komu frá
Marconifélaginu í Lundúnum og frá þyzku félagi. Vildu þingmenn
sumir heldur sinna tilboðum loftskeytafélaganna, en fella samning
þann er ráðherrann hafði gert. Um þetta voru fundahöld víða um
laud og virtist almenningur hallasc meir að loftskeytuuum. En á
þingi fór svo, að samningur ráðherrans var samþyktur með miklum
atkvæðamun. Eru nú þegar allar ráðstafanir gerðar til símalagn-
ingarinnar og á hún að vera fullbúin á næsta hausti.
Gufuskipasambandi Islands við útlönd, og svo strandferðum
kringum landið, var töluvert breytt, frá því sem áður var, á síð-
asta þingi. Fengust nú miklu betri boð en áður frá »Sam. gufu-
skipafél.«. Orsökin var sú, að nú kepti »Thore«-féIagið við það
um ferðirnar. Kom formaður þess til viðtals við þingið og svo
fulltrúi frá »Sam. gufuskipafél.« »Sant. gufuskipafél.« hélt ferðttn-
um, en árstillag landssjóðs var fært niður ttm 40 þús., úr 75 þús-
í 35 þús. og þó heitið töluvert tíðari og haganlegri samgöngum en
áður. Nokkurt fé er einnig veitt »Thore«-félaginu og svo félagi
»0. W. Arv.«, sem gufuskipaferðum heldur uppi milli Austurlanda
og Norðurlands og útlanda.
Frá stofnun »íslandsbanka« er áður sagt í »Skírni«. Hann
tók til starfa, eins og til stóð, 1904. Framkvæmdarstjóri bankans
varð danskur maður, Emil Schou að nafni, en gæzlustjóri Sighvatur
Bjarnason, áður bókari Landsbankans. Þriðji maður í stjórn bank-
ans var upphaflega Páll Briem, áður amtmaður. Hattn flutti til
Reykjavíkttr sumarið 1904, en andaðist seint á því ári. Eru banka-
stjórarnir síðan aðeins tveir og verður svo frnmvegis. Mjög vandað
hús er verið að reisa handa bankanunt og á það að vera fullbúið í
apríl næstk. Útibú hefir bankinn á Isafirði, Akureyri og Seyðis-
firði. Landsbankinn hefir einnig stofnað útibú á tveimur hinum
fyrnefndu stöðum, og á Seyðisfirði er það væntanlegt inrtan skams-
Af landbúnaðinum eru það helztu fréttirnar hin síðustu ár, að
mjólkurbúunum fjölgar stöðugt og með þeirn vex smjörgerð og út-
flutniugur á smjöri. Árferði til landsins hefir verið fremur gott.
Að því er sjómenskuna snertir er helzt að telja þá breytingu,
að »motor«-bátanotkun fer mjög í vöxt, einkum á Austfjörðum,
Yestfjörðum og við Eyjafjörð. Er það ætlun sjómanna, að þeir
eigi hér mikla framtíð. Einstöku menn hafa keypt gufuskip, botn-
vörpunga, til fiskiveiða.
Á síðasta ári réðust Norðmenn hingað til fiskiveiða á útveg