Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 43

Skírnir - 01.12.1905, Page 43
Ýmsar tegundir trúareynslunnar. 331 vér að nýjum og betri mönnum. Mannkynið kallar hina æðstu veru guð, og samræmi við vilja hans teljum vér vort æðsta markmið. En annars vitum vér ekki, hvort hið æðra afl, sem vér komumst í samband við og fáum styrk hjá, er einn og óendanlegur guð; úr því sker trúar- reynslan ekki. Hún sýnir aðeins, að vér getum sameinast einhverju, sem er víðtækara en sjálfir vér, og þannig væri hugsanlegt, að vér að lokum yrðum að aðhyllast eins konar fjölgyðistrú, skoða tilveruna sem samfélag meira eða minna takmarkaðra persónuleika, þar sem enginn væri óendanlegur. — Um ódauðleik mannsins lætur James þau orð falla, að hann sé fyrir sér ekkert aðalatriði. »Sé hugsjónum vorum borgið um alla eilífð, þá sé eg ekki hvers vegna vér þyrftum að vera ófúsir á að fela þær í annara hendur.« Annars telur hann ódauðleikann atriði sem reynslan verði úr að skera, með því að sýna, hvort andar framliðinna i raun og veru birtist hér á jörðunni. James hefur aðeins lauslega drepið á þessar skoðanir i niðurlagi bókar sinnar, en ætlar síðar að gera betur grein fyrir þeim í annari bók. Þrái ekki lesendur Skírnis að frétta af þeirri bók, ef hún kemur, þá er það fyrir þá sök, .að mér hefur tekist ver en eg vildi að skýra frá þessari. Gudm. Finnbogason.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.