Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 6

Skírnir - 01.12.1905, Page 6
294 Trú og sannanir. og t. d. Pasteur og Gladstone, hefir á síðustu tímum ver- ið litið sem afbrigði; og þrátt fyrir lotninguna, sem ment- aður heimur hefir fyrir þeim borið, hefir vafalaust sumum i öðru veifinu fundist þeir vera nokkurs konar andleg nátttröll, að því leyti, sem þeir voru trúaðir kristnir menn. Hver, sem hefir haft veruleg kynni af bókmentum heims- ins síðustu áratugina, hlýtur að hafa tekið eftir því, að það er tiltölulega nauðalítill hlutur af gáfnamagni verald- arinnar, sem á síðari tímum hefir orðið trúarbrögðunum samtaka. Vísindin og kirkjan hafa farið hvort sína leið- ina, og alt af hefir orðið lengra og lengra milli brautanna. Sú sannfæring hefir orðið æ ríkari og ríkari, að þau ættu aldrei að eilífu samleið framar. Það liggur í hlutarins eðli, að þetta hefir haft áhrif á alþýðu manna. Lítum vér á ástandið hér á landi, er óhætt að full- yrða, að svipað verður uppi á teningnum eins og annar- staðar. Rennum vér huganum aftur í tímann 40—50 ár, verður munurinn stórkostlegur. Þá leyndi það sér ekki, að þjóðin trúði yfirleitt aðalatriðum kristinnar kenningar. Þeir menn, sem ekki gei’ðu það, voru taldir sérvitringar, og mönnum stóð hálfgerðar stuggur af þeim. Xú er sjald- gæft að hitta verulega hugsandi mann, utan prestastéttar- innar, sem ekki hefir stórmikið að athuga við kenningar kirkjunnar. Og miklum hluta þjóðarinnar finst áreiðan- lega fátt um alla boðun trúarbragðanna. í þá átt eru þeir yfirleitt ákveðnastii’, sem mesta mentun hafa fengið. En reynsla landa vorra í Vesturheimi sýnir áþreifanlega, að alþýða manna er í þessu efni líkt skapi farin eins og »lærðir« menn. Ekki er nema lítið brot af Vestur-íslend- ingum, sem sinnir kirkjulegri starfsemi þar minstu vitund. Og þeir eru margir, sem veita henni ríka og ákveðna mótspyrnu. Svo er nú ástatt um þessar mundir. Og ekki virðist mér það koma til nokkurra mála að gera þá grein fyrir þessu ástandi, að trúarþörfin sé orðin minni en áður. Er nokkur ástæða til að ætla, að verulega hugsandi menn, sem gera sér grein fyrir ófullkomleikum sínum á aðra

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.