Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 54

Skírnir - 01.12.1905, Page 54
342 Einar Benediktsson. Bezt af þessum kvæðum Einars Benediktssonar þykja mér: »Sjá hin ungborna tið« og »Eg ann þínum mætti í orði þungu«. Eg skal þá hverfa að þeim kvæðum skáldsins, sem eiga annað erindi og ekki eru háð stund né stað. Þar koma og skýrast í ljós einkenni hans, bæði að efni og búningi. Þar ryður hann sér sjálfur braut, og allfjarri almannavegum. Mörg þau efni, sem önnur islenzk skáld gera sér tíðast að yrkja. um, lætur hann ósnert. Hann hefur t. d. ekki, svo menn viti, ort nein erfiljóð, og að eins eitt ástakvæði, eða öllu heldur kvenlýsingu, liefur hann birt á prenti, en það kvæði er líka ágætt. Það er því ekki auðvelt að spá neinu um það, hve margir strengir búi í hörpu hans. Þar hefur t. d. aldrei heyrst barns- grátur né hlátur, og hver veit þó nema barnið leynist þar eins og Aslaug í hörpu Heimis. Það verður tíminn að leiða i ljós. Þau kvæði, sem hingað til hafa birzt frá hans hendi, bera öll »hljóm af hreinum og djúpum karlmanns- róm«; þau eru rödd hins þroskaða manns. Sjónin er skörp á hvern lit, hverja lögun og hreyfingu, eyrað næmt og ímyndunarafiið auðugt og létt í svifum, en þessar góðu gáfur eru tamdar og æfðar af sterkum vilja og glöggri dómgreind, er setur sér mark og vegur og velur. Eg skal reyna að finna þessum orðum stað, með því að minnast á nokkur kvæði hans, sem mér þykja einna mest verð og einkennilegust. Þó ótrúlegt sé, þá mun »Hvarf síra Odds frá Mikla- bæ« vera fyrsta kvæði Einars Benediktssonar. Otrúlegt cr það fyrir þá sök, hve laust það er við allan viðvan- ingsbrag. Þrjú fyrstu erindin bregða upp mynd af prestinum, sem ríður á harða spretti yfir ísana. Hófadynurinn, frísið i hestinum, þytur stormsins, brakið og dynkirnir í svell- unum heyrast í hljómi og hljóðfalli erindanna, og hvert orð kemur á harða stökki. Svo breytist bragarhátturinn iilt í einu:

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.