Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 60
348
Einar Benediktsson.
Fossinn verður sýnileg ímynd þeirra krafta, þeirra ónumdu
auðæfa, sem liggja bundin mitt. í fátækt landsins:
Þú straunmr auðs við eyðibakkann svarta,
sem á ei strá, ei koru í fuglsins muuu.
Og jafnframt sér hann dagsbrún þess tíma, þegar andans
öti verða af æðri þekking notuð eins og nota má náttúru-
öflin nú, »og mustarðskorn af vilja björgin brýtur«.
Þá er kvæðið »Haugaeldur« (A sigling um Borgar-
fjörð). Það er í þremur köflum. I. lýsir siglingunni inn
fjörðinn og héraðinu þangað til inn er komið — yndisleg
náttúrulýsing, og endar svona:
Nú blasir við stærsta jörðin.
En neðan við kjölinn er knálega synt.
Þar kastar sér lax, eftir eðlinu blint!
Tómt silfur og gull, eins og mynt við mynt,
í málmdysjaeldi glitrar öll hjörðin.
Þessi málmdysjaeldur er forboði endurminninganna um
Kveldúlf og ætt hans, sem unni gullinu — en gróf þaðr
því um það er II. kaflinn:
Enn kennist sú vík,
þar sem kneri til hlunna
róð Kvöldúlfs lík.
Undir heldúksins flík
frá hömrum til unna
nam höfðinginu óðulin rík.
Hans kyn óx hór vel
bæði að krafti og þótta,
með hjartnæmt þel,
undir harðgjörðri skel,
vann hatur og ótta
og ástsæld — sem eldur og él.
Bragarhátturinn á vel við, hann minnir á runhendu,.
uppáhaldsbragarhátt Mýramanna og lýsingin er stuttorð-
og gagnorð. — Ulfsniðjar grófu gull sitt, en yfir því sjást
enn þá eldar brenna, og í III. kaflanum talar skáldið um