Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 29

Skírnir - 01.12.1905, Page 29
Ýmsar tegundir trúarreynslunnar. 317 yndi og unaði; horfnrnar hrífa mann og fjarlægar framtíðarvonir titra í hverri taug. En sé aftur á móti líf vort umkringt heljar- kulda og myrkri og sneytt öllu varanlegu gildi — en við þá skoð- un hlytur náttúruhyggjau (naturalism) og hin almenna framþróun- arkennitig nútímans að lenda, þá hverfur unaðurinn,- eða öllu held- ur breytist í angistarhroll. I augum náttúruhyggjuunar, sent styðst við nyjustit kenn- ingar um örlög heimskerfanna, stendur 1/kt á fyrir manttkyninu eins og mönnum, setn búa á ísnum á vatni, umgirtu hömrum, sem enginn fær yfir komist; ett þeir vita samt, að smámsaman þiðnar ísinn, og að alt af dregur nær deginum óumflyjanlega, þegar síðasta ísskánin hverfur og allir verða að druktta með snián. Því skemti- legri sem skautaferðirnar eru, því hlyrra og bjartara sent sólin skítt á daginn og því fegri roði sem reifar brennttrnar um nætur, því sárara svíður sorgin af vitneskjunni um það, hvernig á stendur með alt saman«. En það eru ekki aðeins slíkar hugleiðingar, sem fá svartsýninni vald yfir hugum margra. Baráttan í sálum manna sjálfra, meðvitundin um synd og sekt kemur mörgum á fremsta hlunn örvæntingarinnar, og stundum grípur menn þunglyndi svo magnað, að öll gæði heimsins hverfa sýn og tilveran verður óbærileg. I eyrum slíkra manna verður boðskapur huglækningsmanna hégóminn einber; bölið er svartara en svo, að þeir trúi þvi, að úr þvi verði bætt með svo mildum meðulum. Eigi þeir að komast í jafnvægi, verða þeir að gjörbrevtast, verða að nýjum mönnum, snúast, endurfæðast. Og þótt þeir fái loks frið i sálu sína, þá hverfur aldrei til fulls meðvit- undin um hið illa; þeir hafa etið af skilningstrénu og verða ekki samir aftur; en hið illa fær nýja þýðingu, og sársauki þess dofnar. James sýnir, að af þessum andstæðu lífsskoðunum er það runnið, að sumir kirkjufiokkar telja manninum unt að ná fullkomnun með eðlilegri þroskun stig af stigi, þar sem aðrir heimta að menn »snúist«, snúi bakinu við sínu fyrra lífi og byrji á nýjum grundvelli, sem guðleg náð leggi í brjóstum þeirra á yfirnátturlegan hátt. Og hann lýsir ágætlega og sýnir með mörgum dæmum, hvað fram fer í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.