Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 24
312
William James.
anir vorar, tilfmningar og hvatir samferða einhverju sér-
stöku ástandi taugakerfisins, en vér vitum ekkert um þaðr
í hvaða ástandi heilinn þarf að vera, til þess að hug-
myndir vorar séu sannar, livatirnar göfugar osfrv. Vér
verðum því að meta trúna eftir þvi, hver áhrif hún hefur
á líf manna, en ekki eftir því, hvernig hún er til komin.
»Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá«.
En hvað er þá trúin? Margir hafa spreytt sig á því
að skilgreina hana í stuttri setningu. Einn segir, að hún
sé undirgefnistilflnning, annar, að hún sé sprottin af ótta,
þriðji setur hana í samband við æxlunarlif mannsins,
fjórði segir, að hún sé tilflnning sú sem umhugsunin um
hið óendanlega veki osfrv. Allar þessar skilgreiningar telur
James lítils virði. í trúnni kennir svo margra grasa og
hún er svo margvíslega ofin saman við alt sálarlíf manns-
ins, að slíkar setningar fara fyrir ofan garð og neðan.
Hann þráttar því ekki um þetta, heldur tekur það fram,
að hann í þessari bók haldi sér við sérstaka hlið trúar-
innar, sem sé hina persónulegu trú. Samkvæmt því verður
trúin: tilfinningar, athafnir og reynsla einstakling-
anna, að svo miklu leyti, sem þeir í einveru sinni
þykjast standa í sambandi við hið guðdómlega,
hvernig sem þeir annars lita á það. Þessi þáttur
trúarinnar snertir manninn sjálfan, samvizku lians og verð-
leika, hjálparleysi hans og ófullkomleika. En trúin hefur
og aðrahlið: hún kemur fram í ytri guðsdýrkan, fórnum,
kirkjusiðum, kirkjuskipan og trúfræðiskerfum, en sú hliðin
er af hinni runnin. Stofnendur trúarbragðanna og hefjendur
nýrra trúarflokka á ýmsum öldum liafa jafnan átt vald sitt
því að þakka, að þeir þóttust standa i beinu sambandi við
guðdóminn sjálfan. Kirkjurnar lifa á arfsögn, grund-
völlurinn er persónuleg reynsla. einstakra manna.
I hinni persónulegu trú kemur fram andsvar manns-
jns tiljdífsins í heild sinni, hún svarar á sína vísu spurn-
ingunni: Hvað er Iíf og hvað er heimur? En alt af er
eitthvað hátíðlegt, alvarlegt og viðkvæmt í trúarástandinm