Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 11

Skírnir - 01.12.1905, Page 11
Trú og sannanir. 299 Matteusar guðspjall segir, að tvær konur hafi farið að sjá legstaðinn, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar. Þá hafi orðið mikill landskjálfti, engill liafi komið frá himnl, velt steininum frá gröfinni og sezt á hann. Við þessa sýn hafi varðmennirnir orðið svo hræddir, að þeir hafi verið sem örendir. Engillinn hafi þá yrt á konurnar og sagt þeim meðal annars, að Kristur mundi fara á undan lærisveinum sínum til Galíleu, og þar mundu þeir sjá hann. Konurnar hafi svo hlaupið burt, til þess að flytja lærisveinunum þessa fregn. En á leiðinni til lærisvein- anna hafi Jesús komið á móti þeim og sagt hið sama sem engillinn hafði sagt, að í Galíleu skyldu »bræður« hans fá að sjá hann. Lærisveinarnir hafi því næst farið til Oalíleu og hitt Jesúm þar. Af Matteusi verður ekki ráð- ið, að hann hafi birzt neinum í Jerúsalem, öðrum en þess- um konum. Hafi hann birzt lærisveinum sínum í Jerúsalem, verður ekki annað sagt, en að frásögn Matteusar sé mjög ónákvæm og beinlínis villandi. Markúsar guðspjall segir, að konurnar hafi verið þrjár. Það getur ekkert um landskjálftann né felmt varðmann- anna. Konurnar eru að tala um það, hver muni velta fyrir þær steininum frá gröfinni, svo að þær geti smurt líkið. En þegar þær litu þangað, sáu þær, að steininum hafði verið velt burt, gengu þá inn í gröfina og sáu engil- inn sitja inni í henni. Hann segir þeim, eins og í Matte- usar guðspjalli, að lærisveinarnir muni fá að sjá Jesúm í Galileu. Konurnar segja engum frá þessu; þær eru svo hræddar. Þá lætur Jesús eina þeirra sjá sig, Maríu frá Magdölum, en ekki fleiri konur, að því er séð verður. Þvi næst birtist hann, »í annarlegri mynd«, tveimur læri- sveinum sínum, sem voru á gangi, »og ætluðu út á lands- bygðina«. Síðan lét hann 11 lærisveinana sjá sig, þegar þeir sátu undir borðum. Ekki er getið um, hvar það hafi verið; en af því, sem á undan er komið, orðum engilsins, virðist mega ráða, að það hafi verið í Galileu. Þegar Jesús hafði lokið tali sínu við þá, varð hann uppnuminn til himins.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.