Skírnir - 01.12.1905, Blaðsíða 69
Meðalæíi íslendinga á síðari hluta 19. aldar.
Þegar reikna skal meðalœfi rnanna, verður auðvitað að byggja
reikningana á athugunum, sem ná ekki yfir lengra tímabil en svo,
að manndauðinn á því hafi ekki breyzt að ráði. Það er þess
vegna ómögulegt að gjöra það á þann hátt, að fylgja einni kyn-
slóð frá vöggu til grafar og að gætaá hvaða aldri hver maður deyr;
slíkar athuganir mundu ná yfir 100 ára tímabil, eða þar í kring,
en á svo löngum tíma breytast kjör þjóðanna á margv/slegan hátt,
svo að það er mjög hætt við, að reikningarnir yrðu á eptir tím-
anum.
Meðalæfin hefur verið reiknuð þannig, að deila mannfjöldan-
um á miðju athugunartímabilinu með fjölda dáinna manna á öllu
tímabilinu. Ef fólksfjöídinn í byrjun tímabilsins er F, fjöldi þeirra
sem dánir eru á tímabilinu d og fjöldi þeirra sem fæðst hafa a,
má gera ráð fyrir, að mannfjöldinn á miðju tímabiliuu sje:
a—d ( a—d
F-f- ---- - og meðalæfin verður þá eptir þeim reikningi F+ g ; þetta
3
brot sýnir nefnilega hversu mörg ár, af þeim sem lifuð eru á öllu
tímabilinu til samans, koma á hvern þeirra sem dáið hafa.
A þennan hátt hefur herra Indrrði Einarsson reiknað meðalæfi
íslendinga á síðustu öld1); hann hefur fundið að meðalæfin á tíma-
bilinu 1851—60 hafi verið 34,1 ár, en á tímabilinu frá 1891 —
1900 52,9 ár. Meðalæfi íslendinga hefur eptir því vaxið um
hjer um bil 19 ár á síðari helming aldarinnar, og er það nærri
því ótrúlega mikið. Jeg skal nú taka einfalt dæmi, sem sýnir
nversu óvissir þessir reikningar geta verið, ef fólksfjöldinn á landinu
breytist að nokkrum mun. Hugsum oss, að lijeðan af yrðu allir
nákvæmlega 50 ára gamlir; þá væri meðalæfin líka 50 ár, óneit-
anlega. Hugsum oss enn fremur að á hverju ári fæddust 2000
’) Indriði Einarsson: Yfirlit yfir mannfjölda, fædda og dána o. fl.
á 19. öldinni. Landshagsskýrslur 1902 I.