Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 4

Skírnir - 01.08.1906, Page 4
196 Á fjiirunni. Skírnir. og kurlað brenni; liann gat líka setið hjá kvíánum á sumrin, eftir að þær voru orðnar spakar, -— og hann gat vakað yfir varpinu á vorin. Þegar varptíminn stóð yfir, og vaka þurfti, var Sig- mundi alls ekkert annað verk ætlað. Hann mátti sofa allan flóðtímann, eða gera við hann hvað sem hann vildi, ef hann að eins væri á verði fjörutímann. Þar að auki þurfti hann i raun og veru alls ekki að vera á verði nema á næturfjörunni. A daginn var alt af fólk á ferli, og þá voru litlar líkur til, að tóan réðist á varpið. Verkið var því ekki drepandi erfitt. Það var ekki annað en vera fram á tanganum og gera þar hávaða, til að fæla tófuna frá. Hvergi annarstaðar var hætta á að hún kæmist fram í eyjuna. I þessu verki átti Vaskur, sem var gamall búrhund- ur á heimilinu, að aðstoða Sigmund. Sigmundur átti því að orga og siga, en Vaskur átti að gjamma. Þetta var nóg, því tófan var svo heimsk að halda, að það væri hætta á ferðum fyrir sig, og vogaði ekki nálægt. En Sigmundi og Vaski kom ekkert vel saman, og það kom ekki sjaldan fyrir, að Vaskur sveik hann og laum- aðist þegjandi lieim í bæ. Þá vandaðist málið, því þá þurfti Sigmundur að taka hlutverk þeirra beggja, og siga og gjamma til skiftis sjálfur. Þetta síðara gerði hann með slíkum trúleik, að meira að segja tófan lét blekkjast á því. En á flóðinu var Sigmundur oftast heima, til að mat- ast og hvíla sig. Þó kom það ekki sjaldan fyrir, að hann labbaði inn að Instu-Strönd, í stað þess að fara heim, því Eiríkur tók honum ætíð vel, og þar var hann ætíð vel- kominn. En þangað var álíka langt og heim að Mið- strönd. Það kom líka fyrir, að Sigmundur nenti heim á hvorugan bæinn, en svaf allan flóðtímann í byrgi sínu frammi á tanganum. Það var því ekki undrast um hann, þótt hann kæmi ekki heim á flóðinu. — En þótt Sigmundur væri vesalmenni og rír í roðinu, bjálfl og blá-fátækur, þá hafði hann þó einn eiginleika,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.