Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 5

Skírnir - 01.08.1906, Side 5
Skirnir. Á fjörunni. 197 sem margir efnaðri og meiri menn öfunduðu hann af, og ekki fæst fyrir peninga. Hann var hagmæltur. Það hefði verið of mikið að kalla hann skáld; enda. gerði enginn það, ekki einu sinni i skopi. Hann gerði heldur enga kröfu til þess sjálfur — ekki enn þá, að minsta kosti. En hvort hann hefir verið alveg úrkula vonar um, að sú kæmi tíðin, það er annað mál. En hagmæltur var hann; því neitaði enginn. Og það laglega liagrnæltur, þegar aðrir hagmæltir menn þar í sveitinni voru teknir til samanburðar. Hann hafði frá barnæsku haft einkar sterka tilhneig- ing til skáldskapar, og innilega löngun til þess sjálfur að framleiða eitthvað af því tægi. En ástæðurnar voru erfið- ar, æskumentunin engin og þungur róðurinn til að afia hennar síðar, svo framfarirnar í ljóðagerðinni voru smáar. Þó höfðu einstakar vísur eftir hann komist á flakk og bárust nú mann frá manni, lærðar og kveðnar í ýmsum áttum, einkum græskulausar skopvisur um einhvern ná- unga; og heill hval-bragur hafði komist á fiot, þótt lágt færi. Var þar sögð kyndug hvalfjörusaga, sem mátti ekki fara hátt, vegna þeirra, sem hlut áttu að máli, þó marg- an fýsti að heyra. En það var fyrst nú á seinni árum, að Sigmundur hafði náð slíkri fullkomnun í ljóðagerð sinni. Hann fann það, að sér gekk með hverju ári betur og betur, og hann fór að hafa góða von um það, að hann mundi ná því langþráða takmarki, að einhver, sem væri að marka hvað segði, kallaði sig skáld áður en hann legðist í gröfina. Þessi list hans, þótt fátækleg væri, gerði honum margar glaðar stundir og létti vesaldóm hans. Ef til vill hefir hún átt drjúgan þátt í því, hve heilsan var betri síðari árin, og hennar vegna var það, að hann vildi sem minst hafa af ellinni að segja. Auk þess, sem Sigmundur gamli orti sjálfur, kunni hann öll ósköpin utan að af vísum og skrítlum, sem stóðu í sambandi við þær; heilar rímur og heila bragi, sem

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.