Skírnir - 01.08.1906, Page 8
200
A fjörunni.
Skírnir.
En Sigmundur náði á hæfilegum tíma fram á tangann.
Kofinn, sem vökumanninum var ætlaður frammi á
tanganum, hefði átt það skilið, að komast á veraldai’sýn-
ingu. Merkilegri bygging er ekki auðfundin, þótt leitað
sé heimskautanna á milli.
Annars var tæpast réttnefni að nefna það kofa; nafn-
ið var of virðulegt.
Það var grjótbyrgi, lilaðið úr malargrjóti, með tvö-
földum veggjum, og sumstaðar lagt þang á milli laganna
til að stöðva steinana. Stórum og smáum hnöllungum
var tildrað hverjum ofan á annan, af litilli verksýni, og
veggurinn milli hleðslanna fyltur af smágrjóti. Víða voru
hryggjarliðir úr hval, gamlir og blásnir, hlaðnir inn i
vegginn, því þeir fyltu upp á við marga steina, og gerðu
útlitið skringilegt bæði utan og innan; þessir prýðilegu
og smiðslegu veggir mynduðu skakkan ferhyrning, og
horfðu dyr móti suðri.
Yfir þessa merkilegu tótt var svo reft með rekabút-
um og hvalrifjum, sem lagt var alla vega í krossa og
tildrað hverju ofan á annað, svo sumstaðar bungaði þekjan
inn, en annarstaðar voru hnúðar út á við. Ofan á þetta
rafta- og hvalbeinatildur voru lagðar hellur úr holtinu
fyrir ofan mölina, þá lag af fjöruþangi ofan á hellurnar,
og síðan grjót og hvalbein ofan á þangið, til að halda
því niðri. öll þessi þekja myndaði að lokum toppmynd-
aðan hrauk, sem stevpti af sér vatni í rigningum fvrst í
stað, þar til þangið var orðið blautt, en entist aftur til
að leka löngu eftir að rigningin úti var hætt.
Vökumenn þeir, sem þar höfðu verið á undan Sig-
mundi gamla, höfðu bygt þennan kofa, svo hann var
einskis eins manns verk. Sigmundur hafði bætt hann og-
dyttað að honum, síðan er hann fór að stunda þennan
starfa, en prýkkað hafði köfinn ekki í hans tíð. — —
Sigmundur stanzaði hjá þessu fáránlega lireysi og
litaðist um.
Veðrið var himneskt. Blæjalogn og sjórinn spegil-
sléttur, svo langt sem augað eygði. Að eins uppi við