Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 8

Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 8
200 A fjörunni. Skírnir. En Sigmundur náði á hæfilegum tíma fram á tangann. Kofinn, sem vökumanninum var ætlaður frammi á tanganum, hefði átt það skilið, að komast á veraldai’sýn- ingu. Merkilegri bygging er ekki auðfundin, þótt leitað sé heimskautanna á milli. Annars var tæpast réttnefni að nefna það kofa; nafn- ið var of virðulegt. Það var grjótbyrgi, lilaðið úr malargrjóti, með tvö- földum veggjum, og sumstaðar lagt þang á milli laganna til að stöðva steinana. Stórum og smáum hnöllungum var tildrað hverjum ofan á annan, af litilli verksýni, og veggurinn milli hleðslanna fyltur af smágrjóti. Víða voru hryggjarliðir úr hval, gamlir og blásnir, hlaðnir inn i vegginn, því þeir fyltu upp á við marga steina, og gerðu útlitið skringilegt bæði utan og innan; þessir prýðilegu og smiðslegu veggir mynduðu skakkan ferhyrning, og horfðu dyr móti suðri. Yfir þessa merkilegu tótt var svo reft með rekabút- um og hvalrifjum, sem lagt var alla vega í krossa og tildrað hverju ofan á annað, svo sumstaðar bungaði þekjan inn, en annarstaðar voru hnúðar út á við. Ofan á þetta rafta- og hvalbeinatildur voru lagðar hellur úr holtinu fyrir ofan mölina, þá lag af fjöruþangi ofan á hellurnar, og síðan grjót og hvalbein ofan á þangið, til að halda því niðri. öll þessi þekja myndaði að lokum toppmynd- aðan hrauk, sem stevpti af sér vatni í rigningum fvrst í stað, þar til þangið var orðið blautt, en entist aftur til að leka löngu eftir að rigningin úti var hætt. Vökumenn þeir, sem þar höfðu verið á undan Sig- mundi gamla, höfðu bygt þennan kofa, svo hann var einskis eins manns verk. Sigmundur hafði bætt hann og- dyttað að honum, síðan er hann fór að stunda þennan starfa, en prýkkað hafði köfinn ekki í hans tíð. — — Sigmundur stanzaði hjá þessu fáránlega lireysi og litaðist um. Veðrið var himneskt. Blæjalogn og sjórinn spegil- sléttur, svo langt sem augað eygði. Að eins uppi við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.