Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 11

Skírnir - 01.08.1906, Side 11
Skírnir. Á fjörunni. 203 Hann fann brátt yrkisefnið. Það var kofinn hans og nágrennið, hann sjálfur og vakan yfir varpinu. Aldrei hafði honum dottið í hug að yrkja um þetta áður; og þó var þetta fyrirtaks yrkisefni. Nú var hann ekki í efa um, að sér mundi takast að framleiða sjald- gæfan brag um alt þetta Og ef honum tækist nú vel, einsetti hann sér að rölta heim að Instu-Strönd á næsta fióði. Eiríkur var nýkom- inn heim úr kaupstaðnum. Hann lifnaði í öllum æðum við þessa hugsun og »andinn« fekk beinan byr undir báða vængi. Hann byrjaði á lýsingu á umhverfinu. Þar var kofinn hans miðdepill, hlaðinn úr hnöllunga- grjóti og hryggjarliðum úr hval, reftur með selju, greni- röftum, með hvalrif fyrir mæniás, þakinn með hellum, þangi og grjóti, sem haugur fornrar hetju, fáránlegur og skáldlegur, en þó varðbergshöll, varnarkastali og »naust« hans »Fjalars fieyja«. Hann gat kent hann við öll þessi einkenni. Hann hét í braglistinni »hvalbeins-ljóra-göltur«, »náhvals-rifja-naust«, »helluborg, þakin hári skervallar«, »höll, þar sem Boðnar brim um bekki svall«, »varnárrann, reist af risahöndum«, o. s. frv. Hvað skyldi Eiríkur á Instu-Strönd segja—? En þessi merkilegi, skáldlegi hvalbeina-þang-hellu- hásalur var ekki einn og aúður í skáldskapnum; hann var þar sjálfur — h a n n, varnarhetjan, aðalmaðurinn í allri rímunni. Hann var landvarnarmaður, eins og Úlfar hinn sterki eða Högni í Andrárímum, hervæddur og alvopnaður, ram- ur að afli, vígfimur og ofurhugi mikill, tæplega einhamur og tröllaukinn, þegar svo bar undir, og því ekki árenni- legur, svo vargar lofts og láðs hrukku fyrir honum. Það voro kynstrin öll af kenningum, sem hin þroskaða rím- list, með Eddu sjálfa að bakhjarli, lagði honum í hendur og hann gat notað um sjálfan sig. Hann var »skjalda- ver«, »törguhlynur«, »sára-refils-sveigir, »óma-voða-askur«, »skálma-beitir«, »boga bendir«, »Boðnar-mjaðar-buðlungur«,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.