Skírnir - 01.08.1906, Page 17
Skirnir.
Á fjörunni,
209
dauðans skelfingu, og það áður en tófan kom nálægt þeim.
Ein kollan þaut upp með slíku írafári, að hún gætti ekk-
ert að hvað hún gerði, en flaug með öllu sínu afli á einn
hræðustaurinn og stein-rotaði sig!
Krían stygðist líka upp af hreiðrunum sínum. En
henni var alt annað í hug en flýja og forða sér. Hún
hafði skap til að ráðast á þennan óboðna gest og gera
það lítið ilt, sem hún gæti. Og þótt ein kría ekki megi
sín mikils, þá er þó öðru nær, þegar margar gera það
sama. Og lágfóta skömmin komst í mestu vandræði undir
allri þessari kríuþvögu. Hún hafði varla frið til að lepja
úr 2—æðareggjum, þá var farið að blæða úr skrokkn-
um á henni eftir hvössu kríunefin.
Feðgarnir tóku þegar eftir ókyrðinni í eyjunni. Þeir
sáu líka strax, að það var tófa, en ekki flugvargur, sem
var honum valdandi, og sáu hvar hún var, því krian var
yfir henni eins og skýstólpi. Hver um sig af þessum
litlu, gráu skapvörgum flaug hátt upp í loftið, rendi sér
svo gargandi af öllum kröftum með opið nefið beint nið-
ur á tófuna, og bjó sig siðan til nýrrar atlögu.
Þeir reru því þegar upp i eyjuna og komu kriunni
til hjálpar.
Þegar lágfóta sá til mannaferða í eyjunni, sá hún
þegar, að sér væri ekki til setu boðið, og tók til fótanna.
Hana langaði til að hafa rotuðu æðarkolluna með sér og
lagði af stað með hana, en sá sitt óvænna, svo hún slepti
henni og stökk á kaf í sundið.
Hún var ekki komin nema fáa faðma frá landi þegar
skotið reið. Höglin ristu vatnsskorpuna rétt við trýnið á
henni, en ekkert þeirra hafði hitt hana.
Hún tók sprett og stökk áfram í sjónum; en það var
óþarfi fyrir hana að láta sér óðslega, því það var ekki
hlaupið að því, að hlaða framhlaðinn dátabyssugarm af
nýju.
Hitt var miður álitlegt, að sjá prammann koma á eftir
sér á sundinu.
14