Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 19
Skírnir.
Á fjörunni.
211
yið sig nú, eins og vonlegt var, úr því svona slysalega
tókst til, þá mundu þeir ekki rækja þá reiði lengi. Og
þegar hann kæmi til þeirra og bæði þá fyrirgefningar á
yfirsjón sinni, þá væru þeir ekki þeir menn, að hrekja
heilsulítinn aumingja frá sér, eða neita að þiggja vinnu
af honum.
Og þótt þeir gerðu það, þá var hann ekki í efa um,
að Eiríkur sinn á Instu-Strönd mundi eitthvað greiða fyrir
sér, þegar hann leitaði hans í slíkum raunum.
Og þegar hann var kominn á miðja leið, var hann
farinn að ganga jafnara og nokkurn veginn eins og hann
átti að sér.
En verst af öllu þessu mótlæti var það, að hann
hafði steingleymt öllu því, sem hann var búinn með af
þessum hrikalega brag. Þetta, sem fyrir hafði komið,
hafði truflað hann svo gersamlega, að nú var honum ekki
unt að rifja upp meistaraverk sitt í ljóðagerðinni. Sam-
bandið milli þess og hugsana hans nú var algerlega
kubbað í sundur.