Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 20

Skírnir - 01.08.1906, Side 20
Skirnir. Horfur kirkju og kristindóms hér á landi. Eftir Matth. Jochumsson. Það er sannarlega kominn tími til að hreyfa slíku málefni i einhverju nýtu tímariti á landi hér, úr því þess er ekki að vænta, að slíkt sé gert til nokkurs gagns í bundnum og völduðum kirkjublöðum — blöðum, sem hinn hugsandi hluti alþýðu vorrar metur ekki mikils. Arlega, mánaðarlega, og bráðum daglega, berast þjóð vorri alls konar tíðindi utan úr heiminum, en kirkju- og trúarmála erlendis er sjaldan að marki getið — rétt eins og blaða- menn vorir haldi, að trú og trúarstarf veraldarinnar hafi litla þýðingu framar. Það er satt, að meðan materíu- stefnan drotnaði, sem var langur kafli af síðustu öld ofan- verðri, varð sú skoðun almenn, að öll kristin trú væri að hverfa hjá mentuðum mönnum, og að guðfræðin hér á Norðurlöndum hefði dáið með Martensen biskupi. »Eng- inn nýtandi penni í Evrópu er framar á kirkjunnar bandi«, sagði G. Brandes. Nú er álitið víða í álfunni annað. Ekki einungis hefir voldugt afturhvarf i »rétttrúaða« stefnu rutt sér til rúms í flestum kristnum löndum og endurvakið trú alþýðunnar, heldur hefir álit og þýðing hinna v í s- indalegu guðfræðinga stórum aukist hin síðastl. 20—30 ár; menn eins og Pfleiderer, Eucken, Harnack og aðrir á Þýzkal., Martineau á Englandi, Sabatier á Frakk- landi, Freemann Clarke, Abbott, Savage og m. a. í Ameríku eru nú taldir meðal fyrstu »penna« af fræðurum liins kristna heims. — Eg skal nú reyna að bjóða lesendum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.