Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 21

Skírnir - 01.08.1906, Side 21
Skírnir. Horfur kirkju og kristindóms hér á landi. 213 þessa nýja og efnilega tímarits ofurstutt yfirlit yflr kirkju- sögu frændþjóða vorra, með tilliti til afturhvarfsstefnunn- ar eða trúboðsins, sem — eins og í kappi við hina svæsnu materíu- og vantrúarstefnu — hefir prédikað bæði kreddu- og bókstafstrú hinnar gömlu Lútherstrúar inn i hjörtu manna og mjög stuðst við leikmannakenningar. I Noregi hófst merkilegt afturhvarfstrúboð í byrjun fyrri aldar fyrir starfsemi Hans Hauge, hins bezta og merk- asta. manns þeirrar starfsemi. Hann »vakti« bændalýð- inn, ekki eingöngu til iðrunar og nýs trúarlífs, heldur jafnframt til m e n n i n g a r og manndóms. Er af honum og hans flokksbræðrum mikil saga. En meðfram varð þetta trúboð svo haldkvæmt í Noregi, fyrir þá sök, að það kviknaði i n n a n 1 a n d s og fyrir skort fólksins á kennimönnum, sem það s k i 1 d i og liggja vildu því jafn- flatir. Þeir voru flestir höfðingjar og töluðu aðra tungu en söínuðirnir, eða svo að segja. Alþýða í Noregi er og þroskaðri jafnaðarlega að »hjarta« en »heila«, bókfræði er eða var alls engin og skilningsgreind fjöldans harla óþroskuð. Nokkuð hið sama gildir eða heflr gilt víðast á Norðurlöndum. Því hafa alls konar trúboðsmenn frá öðr- um löndum víða fundið greiðan jarðveg meðal frændþjóða vorra, og sér í lagi í Noregi vestanverðum. Biblíubókstafs- trú og tilbeiðsla á þar hvervetna heima, og ófáir flokkar og söfnuðir frá hinum ensku fríkirkjum þrífast þar vons- heldur vel. Þó kvað lengst af öldinni enn þá meira að hinni vekjandi íhalds- og afturhaldsstefnu, er stafaði frá háskóla Norðmanna. Frömuður og oddviti hennar var hinn nafntogaði prófessor Gísli Jónsson (Johnsen), bróðursonur Jóns Espólíns, ágætur maður, lærður og trú- fastur, en strang lútherskur í skoðunuin. Hafa norskir klerkar borið hans menjar alt til þessa dags, enda var hinn rammi Heuch biskup, sem nú er nýlega fallinn frá, lærisveinn og arfþegi Gisla. A dögum hans (G. J.) kom upp »Hið norska innri-trúboðafélag«, sem enn er til, svo og »Lúthers-stofnunin« í Kristjaníu. Fleiri dáðríka guð- fræðinga hafa Norðmenn síðan átt, sem ekki er rúm til

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.