Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 23

Skírnir - 01.08.1906, Page 23
Skirnir. Horfur kirkju og kristindóms hér á landi. 215 konungstraust mikið og kom þá smámsaman upp bæði f 1 o k k u r sá, sem við hann er kendur, og s k ó 1 a r hans. Að öðru leyti var guðfræði Gr. bæði nokkuð einræn og i'orneskjukend, en ekki skorti skáldlega og undir eins spámannlega andagift, því maðurinn var hin mesta ham- hlevpa og skörungur, rammnorrænn og rammdanskur í senn, allra manna lærðastur og þó brennandi kristindómsmaður. En ekki urðu bækur hans, nema s á 1 m a r hans og kvæði, þjóðlegar að sama skapi; olli því mest mál hans og stíll. Hann varð níræður og kendi og ritaði til dauðadags. Hefir Danmörk aldrei framleitt stórfeldara mikilmenni eða sjálfstæðara síðan á miðöldum. Þeim Mynster og Gr. samdi illa og fór hann lengi mjög einfara. Því síður þýddist Gr. heimspekinginn S. Kierkegaard, sem um miðja öldina gerði mikla hreyflng meðal lærðra manna á Norðurlönd- um. Hann var og undarlega frumlegur, einkum í trúar- fræðum. Er frá honum orðtakið: »Trúin byggist á fjar- stæðu« (Troen er i Kraft af det Absurde). í kolum Kierke- gaards hefir þó enn lifað til þessa í Danmörku. Hin mesta trúarhreyfing þar í landi á öldinni var hið alkunna danska heimatrúboð. Það hófst skömmu eftir síðari ófriðinn 1863, og fór á fáum árum um alt land eins og logi yfir akur. Þá var þjóðin í sárum og þráði hvíld og hugsvölun; þvi ofan á tjón ófriðarins bættist tvent: hinar pólitísku innanlands óeirðir, og hin trúarlausa realista- stefna. Þó segir Höffding prófessor, að kenning heima- trúboðanna sé einmitt r e a 1 i s t a-stefna guðfræðinnar; meinar hann, að þeir skeyti hvorki um listir, heimspeki né vísindi þeirra Martensens né þjóðsöngva Grundtvígs, heldur taki guðfræði 17. aldar óbætta á stefnuskrá sína. Að öðru leyti þykjast trúboðar fylgja kirkju landsins og hennar játningarritum. Helzti foringi flokksins var prest- urinn Vilhelm Beck, og undir hans öfiugu forustu magn- aðist trúboð þetta svo undrum gegndi, en bæna- og funda- hús, samkomur, blöð og bækur fyltu landið horna á milli. öðrum út í frá, einkum fríhyggjandi mönnum, þykir sá uppgangur lítt eðlilegur eða skiljanlegur. En aðgætandi

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.