Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 35

Skírnir - 01.08.1906, Side 35
Skírnir. Henrik Ibsen. 227 var orðið hættulaust. Leikrit þetta sendi hann til Krist- janíu leikhúss og síðan til bóka-útgefenda ýmsra; en hvergi var því veitt viðtaka. Ekki lét Ibsen nafn sitt uppi við það, en valdi sér höfundsheitið Brynjolf Bjarme. Vinur hans, sem áður er um getið, Schulerud að nafni, tók þá að sér að kosta útgáfu ritsins, og var það prentað í 250 eintökum. Höfðu um 50 eintök selst af því að ári liðnu, og var því veitt lítil eftirtekt, nema, meðal hinna yngstu námsmanna í Kristjaníu. Meginhluti bókarinnar var seld- ur til umbúða af höfundinum og félögum hans og keyptu þeir sér mat fyrir andvirðið. önnur útgáfa bókarinnar, nokkuð breytt, birtist 25 árum síðar frá höfundinum, og hefur hann sagt, að hann hafi viljað kannast við þetta frumverk sitt, vegna þess, að þar hafi þegar koraið fram aðaleinkunnir skáldskaparstefnu sinnar, i lýsingum á hin- um sifelda mismun á milli þess sem maðurinn þráir og þess sem hann megnar, milli vilja og máttar, og á hinum »hryggilega gamanleik lífsins«. Að loknu stúdentsprófi fór hann til Björgvinjar og ferðaðist þaðan nokkru síðar til Danmerkur og Þýzka- lands. A því tímabili tók hann miklum framförum í vís- indum leikritslistarinnar. Næsta leikrit hans, »Fru Inger til östrat«, sem var samið veturinn 1854 og leikið á Björgvinjarleikhúsi árið eftir, sýnir ljóslega. að allri bygg- ing, að höfundurinn hefur gengið alvarlega að námi þeirra vísinda, en ekki látið andagift sína og ímyndunarafl eitt ráða atburðum leiksins og skipun þeirra, eins og í fyrstu tilraun sinni, »Catilina«. »Gildet paa Solhaug« samdi hann 1855, og var það einnig leikið í Björgvin á næsta ári. í þessum ritum er hann mjög háður áhrifum danskra skálda, einkum Oehlen- schlágers, en í næsta riti, »Víkingunum á Hálogalandi«, sem samið var sumarið 1857, hefur hann komist niður i uppruna hinna fornu sagna og numið frá íslenzkunni sjálfri það sem hann áður nam at' túlkunum í skáldment- um Dana. 15*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.