Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 40

Skírnir - 01.08.1906, Page 40
232 Henrik Ibsen. Skíinir. taka verður til greina yið, þekking þessarar listar eftir Ibsens tínia. Einkennilegt var það fyrir Ibsen hve lengi hann lét undirstraum hugar síns starfa að sköpun manna þeirra og mynda, sem hann leiddi fram á sjónarsvið sín. Síðast af- henti hann handritin hreinrituð, með hverri kommu ná- kvæmlega settri á sinn stað, en tvisvar og þrisvar endur- skrifaði hann hin síðari fullkomnu leikrit sín áður en liann lét. þau fara frá sér, og persónur leikanna lét hann svo að segja kynnast sér í huganum með löngum tíma og endurteknum rannsóknum á einkennum þeirra og gervi, áður en hann lét þær koma fyrir sjónir mannanna. Fyrst stóð hann persónum sínum fjarri, álika og mönnum, sem hann »mætti af tilviljun í járnbrautarlest«. Síðan urðu þær honum kunnugar sem heimilisfólk og loks »handgengnar eins og nánustu og beztu vinir«. Eg hef hér að framan drepið stuttlega á helztu atriði í höfundssögu Ibsens fram til þess tíma, er hann hafði náð fullkomnum tökurn á þeirri list skáldmentanna, sem nafn hans jafnan mun verða bundið við, leiksmíðinni. Hér er ekki rúm til þess að fara út í nákvæmari athug- anir né skýrslu um öll rit Ibsens á hinu síðara tímabili. Hann starfaði stöðugt og reglulega, nærri að segja eins og vél, sem vill og hugsar, að samning rita sinua, og þau komu út hvert á eftir öðru, oftast nær með tveggja ára millibili, og geta menn gjört sér í hugarlund hve afar- miklu starfi hann hefur varið til þess að koma saman hinum stuttu og, að því er einatt virðist, hversdagslegu setningum, er byggja upp leiki hans, þá er rnenn gæta þess, að hinn sami höfundur, er kvað hafa ort »Pétur Gaut« á örfáum mánuðum, sat um tvö ár yflr »Vildanden«. Svo mikilli nákvæmni og reikningslist beitir hann í rit- um sínum, að ekkert er öðru vísi sett og engum atburði er öðru visi skipað heldur en vera ber eftir hinu stranga lögmáli, sem hann hefur sjálfur skyldað sig til að hlýða. I leikritinu »Afturgöngur« kastar hann skugga eríða- syndarinnar og erfðasjúkdómsins með svo hlífðarlausu afli

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.