Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 49

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 49
Skirnir. Um listir. 241 umst sjálfir með eins og aðvífandi gestir, sem ganga í dansinn. Og þannig vekja þeir inst í brjóstum vorum hræringar, sem biðu eftir því að þeim væri komið af stað. — Hvort heldur því er málaralist, myndasmíð, skáld- skapur eða sönglist, þá er markmið listarinnar það eitt, að bægja á braut hinum handhægu táknum, hversdags- blæjunni, sem vaninn og félagslífið hefir löghelgað, í stuttu máli öllu því, er hylur oss veruleikann sýn, svo að vér getum séð veruleikann sjálfan augliti til auglitis. Af mis- skilningi á þessu atriði er sprottin deilan milli hlutsjónar- stefnunnar og hugsjónarstefnunnar í listunum. Listin er sannlega ekki annað en það að sjá veruleikann augliti til auglitis. En þessi hreina skynjan hefir í sér fólgið brot gegn hagkvæmum venjum, meðfædda óhlutdrægni, sprotna af því hvernig skvnjun eða vitundarlífi er varið, og loks eins konar ólíkamlegan lífblæ, sem jafnan hefir kallað verið hugsjónarstefna. Fyrir því mætti svo að orði kveða, án þess að bregða fyrir sig nokkrum orðaleik, að hlutsjón væri í verkinu fólgin, þegar hugsjón ríkti í sálunni, og að það væri hugsjónin ein, sem kæmi oss aftur í samband við hlutina sjálfa. Leiklistin er ekki undanskilin þessu lögmáli. Það sem sjónleikir leita að og vilja leiða í ijós er djúpur veru- leiki, sem oss er hulinn, oft sjálfum oss til góðs, svo sem nauðsvnjum lífsins er varið. Hver er sá veruleiki? Hverjar eru þær nauðsynjar? Allur skáldskapur lætur í ljósi eitt- hvert sálarástand. En sumt í þessu sálarástandi á upptök sín í sambandi nranns við nrann. Og það eru sterkustu tilfinningarnar og áköfustu. Eins og rafmagnið myndast og safnast á milli tveggja plata rafmagnshlöðunnar, svo gneistar geta sindrað þaðan, eins framleiðist af návist manna einni saman sterkur aðdráttur eða hrindingar, gagngjört brot á jafnvæginu og loks þessi andans raf- mögnun, sem ástríðurnar eru í fólgnar. Ef mennirnir gæfu sig tilhneigingum sínum á vald, ef þeir hefðu hvorki borgaraleg né siðferðisleg lög, þá væru þessi umbrot sterkra .ástríða hversdagsviðburðir. En það er gagnlegt, að þessum 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.