Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 51

Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 51
Skírnir. Um listir. 243 þessa, er vér förum af fögrum sjónleik. Það sem hefir hrifið oss er síður það, sem oss hefir sagt verið um aðra, heldur en hitt, sem oss hefir verið komið til að sjá í svip af sjálfum oss, heill huliðsheimur óljósra hluta, sem hefðu viljað verða, en, til allrar hamingju fyrir oss, hafa ekki orðið. Það er þá eins og í huga vorum hafi verið vaktar upp rammfornar og arfteknar endurminningar, svo djúpar og óskyldar því lífi sem vér lifum, að oss finst það um stundarsakir eins og eitthvað óverulegt eða gjörræðislegt, svo að vér yrðum að læra lífið á ný. Það er þá djúpur veruleiki, sem sjónleikirnir leita að á bak við þau hygg- indin sem i hag koma, og leiklistin hefir sama markmið og allar aðrar listir. Af þessu leiðir, að listirnar fást ætíð við h i ð s é r- eiginlega. Það sem málarinn dregur á léreftið hefir hann séð á tilteknum stað, tiltekna stund, tiltekinn dag með litum, sem aldrei sjást aftur. Það sem skáldið kveð- ur um, það er hugarástand, sem hann hefir reynt, og hann einn, það er rakinn vefur einhverrar sálar, það er lifandi ívaf tilfinninga og atburða, í stuttu máli eitthvað, sem komið hefir fyrir einu sinni og aldrei endurtekst. Það stendur á sama þó vér gefum þessum tilfinningum almenn nöfn; í annari sál verða þær alls ekki hinar sömu. Þær eru séreiginlegar. Fyrst og fremst þess vegna eru þær viðfangsefni listanna, því hið almenna, táknin, jafn- vel ímyndirnar, ef svo vill verkast, eru gangsilfur hvers- dagsskynjunar vorrar. Hvaðan er þá sprottinn misskiln- ingurinn á þessu atriði? Hann stafar af því, að blandað hefir verið saman tvennu alls ólíku, sem sé því, hvort hlutirnir séu almennir eða dómar vorir um þá séu almennir. Af því, að einhver tilfinning sé alment viðurkend sönn að vera, leiðir ekki, að hún sé almenn tilfinning. Ekkert er fágætara en per- sóna Hamlets. Líkist hann öðrum mönnum í sumum greinum, þá er það sannlega ekki það sem vér látum oss mestu skifta um hann. En hann er alment viðurkendur, alment talinn lifandi. Að eins í þeirri merkingu hefir 16*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.