Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 60
252
Islenzk höfuðból.
Skírnir-
fjörður var svo heppinn að verða fyrir hnossinu. — Þá
bjó á Hólum í Hjaltadal vildar-klerkur Illugi að nafni
Bjarnason. Hann varð einn til þess af Norðlendingum »at
risa upp af sinni föðurleifð, fyrir guðs sakir ok nauðsynja
heilagrar kirkju«. Hann var svo veglyndur og höfðing-
lyndur þessi prestur, að gefa óðalsjörð sína fyrir biskups-
setur. Hún hefir verið vel skipuð prestastétt landsins, ef
margir hafa verið jafnokar hans í þessu, hafa verið jafn-fúsir
að fórna eigin hagsmunum vegna kirkjunnar eins og hann,
og vér höfum ástæðu til að telja það víst, að íslenzka
kirkjan hafi átt marga ágætismenn í sinni þjónustu á
þessum tímum.
Víst er það, að þungamiðja hinnar kirkjulegu menn-
ingar, og íslenzkrar menningar yfirleitt, var á þessum
tímum og lengi eftir það í Sunnlendinga- og Vestfirðinga-
fjórðungi. Þar voru frumherjar íslenzkrar menningar, ís-
lenzkrar bókvísi: Gizur biskup Isleifsson, Teitur bróðir
hans, Ari fróði, Sæmundur Sigfússon og fleiri ágætismenn.
Ur þessurn hóp var ágætismaðurinn Jón ögmundsson, sem
fyrstur var valinn biskup á Hólum. Það var viturlega
gert af Norðlendingum, að láta eigi kappsmuni né héraðs-
ríg bægja sér frá að velja þann manninn, sem mestur
nytjamaðurinn var, enda mun biskupinn í Skálholti, Gizur
Isleifsson, hafa átt mestan þátt í því vali.
Það er mikils vert þegar einhver ný stofnun er sett
á laggirnar, að hún fari vel af stað. öll byrjun er erfið,
en lengi býr að fyrstu gerð. Jón biskup var kjörinn til
að taka að sér þessa nýju stofnun. Hann var rnjög mik-
ill áhugamaður í kristindómi, trúmaður mikill og bænræk-
inn, siðavandur og alvörugefinn, en jafnframt góðmenni
og mildur við þá, sem játuðu yfirsjónir sínar og gengu til
hlýðni við kirkjuna; inenn báru bæði virðingu fyrir hon-
um og elskuðu hann. Ilann var líka svo mikill andans
yfirburðamaður og gæddur svo góðum prédikarahæfileik-
um, að það vakti aðdáun manna. Það eru miklar likur
til þess, að enginn Hólabiskup hafi haft jafnmikil áhrif á
undirmenn sína eins og hann.