Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 60

Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 60
252 Islenzk höfuðból. Skírnir- fjörður var svo heppinn að verða fyrir hnossinu. — Þá bjó á Hólum í Hjaltadal vildar-klerkur Illugi að nafni Bjarnason. Hann varð einn til þess af Norðlendingum »at risa upp af sinni föðurleifð, fyrir guðs sakir ok nauðsynja heilagrar kirkju«. Hann var svo veglyndur og höfðing- lyndur þessi prestur, að gefa óðalsjörð sína fyrir biskups- setur. Hún hefir verið vel skipuð prestastétt landsins, ef margir hafa verið jafnokar hans í þessu, hafa verið jafn-fúsir að fórna eigin hagsmunum vegna kirkjunnar eins og hann, og vér höfum ástæðu til að telja það víst, að íslenzka kirkjan hafi átt marga ágætismenn í sinni þjónustu á þessum tímum. Víst er það, að þungamiðja hinnar kirkjulegu menn- ingar, og íslenzkrar menningar yfirleitt, var á þessum tímum og lengi eftir það í Sunnlendinga- og Vestfirðinga- fjórðungi. Þar voru frumherjar íslenzkrar menningar, ís- lenzkrar bókvísi: Gizur biskup Isleifsson, Teitur bróðir hans, Ari fróði, Sæmundur Sigfússon og fleiri ágætismenn. Ur þessurn hóp var ágætismaðurinn Jón ögmundsson, sem fyrstur var valinn biskup á Hólum. Það var viturlega gert af Norðlendingum, að láta eigi kappsmuni né héraðs- ríg bægja sér frá að velja þann manninn, sem mestur nytjamaðurinn var, enda mun biskupinn í Skálholti, Gizur Isleifsson, hafa átt mestan þátt í því vali. Það er mikils vert þegar einhver ný stofnun er sett á laggirnar, að hún fari vel af stað. öll byrjun er erfið, en lengi býr að fyrstu gerð. Jón biskup var kjörinn til að taka að sér þessa nýju stofnun. Hann var rnjög mik- ill áhugamaður í kristindómi, trúmaður mikill og bænræk- inn, siðavandur og alvörugefinn, en jafnframt góðmenni og mildur við þá, sem játuðu yfirsjónir sínar og gengu til hlýðni við kirkjuna; inenn báru bæði virðingu fyrir hon- um og elskuðu hann. Ilann var líka svo mikill andans yfirburðamaður og gæddur svo góðum prédikarahæfileik- um, að það vakti aðdáun manna. Það eru miklar likur til þess, að enginn Hólabiskup hafi haft jafnmikil áhrif á undirmenn sína eins og hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.