Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 64
256
Islenzk höfuðból.
Skirnir.
guðsmóðir muni gefa sér aftur, endurgjalda fyrir þá, sem
ekki gátu endurgoldið sjálfir.
En hann var líka trúr þjónn kirkju sinnar. Að eðlis-
fari er hann ráðríkur og ósveigjanlegur — þrár fram úr
hófi; hann vill því ekki víkja um hársbreidd frá rétti
kirkjunnar, þeim rétti, sem kirkjan hafði náð í öðrum
löndum, þar sem rómversk kaþólsk trú var drotnandi, en það
var langur vegur frá, að kirkjan hefði náð þeim réttindum
hér á landi. Hann setti markið hátt: öll kirkjuleg mál-
efni aðskilin frá veraldlegum málum, og veraldlegir höfð-
ingjar ekkert um þau að fjalla. En hann náði ekki þessu
takmarki, og þess var heldur ekki að vænta, ekki fellur
tré við fyrsta högg, og i rauninni var sigur kirkjunnar
sama sem fall hins íslenzka þjóðveldis. Með þessum deil-
um hófst sorgarleikurinn, sem lyktaði á alþingi 1262. —
Gfuðmundur biskup hafði ekkert upp úr þessu, nema stríð
og amstur. Hann vantaði kænsku höggormsins, var of
mikill förumunkur en of lítill biskup eða stjórnfræðingur,
og sízt af öllu fjárgæzlumaður, en vinfastur var hann og
tryggur, og vinir hans vildu alt leggja í sölurnar fyrir
hann. Hólastóll hefir sjálfsagt ekki blómgast í efnalegu
tilliti á hans dögum, enda sat hann ekki á Hólum nema
endur og eins.
En eftir að landið komst undir konung áttu biskup-
arnir miklu hægra aðstöðu að auka kirkjuvaldið; þá var
hið forna vald alveg úr sögunni, sem var ósamrýmanlegt
kirkjuvaldinu og bygt á heiðnum grundvelli, en konungs-
valdið þar á móti komið í þess stað með eins konar kirkju-
legum blæ og helgað og blessað af kirkjunni. Kirkjan
siglir því miklu hærri vind eftir að landið er komið undir
krúnuna en áður, þá er valdið hjá henni, þá er ekki til
neins að bjóða henni byrgin úr því, þá er það fast-
ákveðið bæði að lögum og i framkvæmd, að þar sem
guðs lög og manna greini á, þar skulu guðs lög ráða.
Nú var þá valdið komið í hendur biskupanna. Bisk-
upinn var hver í sínu umdæmi álitinn æðsti maðurinn,