Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 66

Skírnir - 01.08.1906, Page 66
258 Islenzk liöfuðból. Skírnir, má ekki gleyma, að undir verndarvæng kirkjunnar fengu ofsóttir menn hæli, og hún reyndi að vernda rétt lítil- magnans og rétta þurfandi mönnum hjálparhönd. Á Hól- um og útbúum staðarins var oft sægur af slikum mönn- um. Einu sinni er talað um tólf þurfalinga, sem höfðu þar fast framfæri. Auk þess var stór-ölmusugjöfum út- býtt á hátíðum og tillidögum, einkum föstum. Þannig gaf t. d. einn biskupinn alt það vaðmál sem gafst í offur til staðarins og allan sakeyri úr Skagafirði fátækum mönn- um, og má geta nærri, að það hefir ékki verið neitt lítilræði. Hversdagslífið á Hólum var og þannig, að það hlaut að hafa mýkjandi áhrif á skaplyndi manna. Vitanlega var þar allmikið um veizluhöld og sukk og svall stund- um, ef biskupinn var glaðlyndur og mikill risnumaður, mikill á borði, eins og sumir norrænu biskuparnir voru. Heinrekur biskup Kársson var t. d. gleðimaður mikill og hélt stórveizlur og bauð til höfðingjum úr héraði. Mest var jólaveizlan, sem stóð yfir frá því á jóladaginn til þrettánda; var þá »drukkit fast« og »skorti eigi hinn bezta drykk«. Fjöldi fólks var á heimili. Fyrst biskupinn og allir klerkar lians, ungmenni, sem stunduðu nám, vinnu- lýðurinn, karlar og konur, arfsalsmenn og arfsalskonur, og fátækir menn og fátækar konur, sem lifðu á ölmusu- gjöfum biskupsins. Svo margt var af örvasa og fátækum mönnum á Hólum, að sérstakur v a 1 i n n maður var skip- aður til þess að sjá um þá, þjóna þeim til borðs og sæng- ur. Þótti það í kaþólskri tíð vandasamt og veglegt starf og mikilsvert, að það væri vel gert og miskunnsamlega. Biskupinn hélt sig ríkmannlega eins og fyrirmanni sómdi. Hann reis venjulega mjög árla úr rekkju og byrjaði daginn með tíðagerð. Síðan gekk hann undir borð með klerkum sínum og öðrum stórmennum, sem voru á staðn- um eða aðkomandi voru. Meðan á máltíð stóð, stóð mað- ur fyrir borðum, sem þjónaði honum. Um miðbik dags- ins sat hann í málstofu með vildarklerkum sínum og skip- aði málum þeirra manna, er sóttu fund hans, eða gaf út

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.