Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 67

Skírnir - 01.08.1906, Page 67
Skírnir. Hólar i Hjaltadal og Hólabiskupsdæmi. 259 skipanir um kirkjuleg málefni. Aðalmáltíðin var síðdegis, þá var drykkur á borðum, og drukku menn »ómælt«, einkum á hátíðum eins og áður er ávikið. Þeir biskup- arnir, sem voru vandlætingsamir, vildu þó hefta drykkju- skap á staðnum og drukku sjálfir aldrei svo mikið vín, að á þeim bæri. En vín þótti mjög nauðsynlegt og þótti skortur á höfðingsskap ef vantaði. Biskupinn hafði því vínkjallara og skipaði trúnaðarmann sinn yfir hann. Dag- leg störf vinnulýðsins hafa auðvitað verið hin sömu og verið hafa á hverju bygðu bóli á Islandi frá landnáms- tíð og þa-rf því ekki að lýsa þeim hér. Klerkar rituðu, en auk þess hafa án efa sumir þeirra fengist við íþrótta- smíði, einkum skurðmyndir, sem alstaðar voru í kirkjun- um. Sumir stunduðu kenslu, sumir voru við nám. Til skemtana höfðu menn sögulestur, einkum heilagra manna sögur, tafl og dans; samfara dansinum var söngur. Oft var einn af klerkunum handgengnastur biskupinum og fylgdi honum úti og inni, og svaf rétt fyrir framan herbergisdyr hans að nóttunni (lokusveinn). Hann las þá jafnaðarlega fyrir biskupinn heilagra manna sögur á kvöldin, annaðhvort á latínu eða norrænu, þjónaði honum til sængur og i kirkjunni, hafði bréfaskriftir hans, gætti kjallara og fór yfirleitt með trúnaðarmál hans. Þegar þeir höfðu þjónað sama biskupinum lengi fengu þeir að launum góð prestsembætti, og mintust þeir þá með þakk- læti fyrri daganna, töldu biskupana velgerðamenn sína og rituðu æfisögur þeirra í viðurkenningarskyni. Eins og kunnugt er, eru helgidagar kaþólsku kirk- junnar miklu fleiri en lúthersku kirkjunnar. Dýrlingarnir voru margir og alt af bættust nýir við. En hver dýrling- ur átti sér messudag. Það bar því oft að »messa« á Hól- um, og engin hætta var á því, að messufall yrði, því að margir voru prestarnir. Það var kallað að »lesa tíðir« og »syngja tíðir«. Sálmasöngurinn var á latínu, Davíðs sálmar (psaltari) og latn. sálmar eftir kirkjufeðurna. Þeg- ar mikið var haft við, á kirkjudegi, þegar einhverri jar- tein var lýst, þegar barst fregn um nýja biskupskosning 17*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.