Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 80

Skírnir - 01.08.1906, Page 80
Skírnir. Ritdomar. JÓN TRAUSTI: Halla. Söguþáttur úr sveitalifinu. Reykjavík. Arinbj. Svein- bjarnarson og Þorst. Gislason gáfu ut. Prentsmiðjan Gutenberg 1906. Bók þessi er gleðileg nyjung. Höf., sem kallar sig »Jón Trausta«, hefir áður af sagnaskáldskap að eins birt eina smásögu í »Eimreið- inni«, og nú kemur hann alt í einu fram með 224 bls. skáldsögu, er sýnir svo ótvíræðar gáfur, að ekki verður um vilst. Og þótt gallar séu á bókinni, þá eru þeir hverfandi í samauburði við kost- ina, og hins vegar þess eðlis, að hægt er að lagfæra þá flesta í annari útgáfu, sem eg efast eigi um að bókin eigi í vændum. En kost- irnir eru fyrst og fremst þeir, að hér er lýst mönnum og konum, íslenzku sveitalífi og íslenzkri náttúru svo vel, að alt verður skvrt og lifandi fyrir augum vorum. Höf. hefir lifað sig svo vel inn í efnið, er svo gagntekinn af því, að frásögnin streymir viðstöðulaust og eðlilega, knúin áfram af eðlisþunga atvikanna sjálfra, eins og fljótið rennur að ósi. Sálarlíf aðalpersónanna er rakið svo ljóst, eðlilega og hispurslaust, að víða er með snild, og jafnvel þær per- sónur, sem lítið koma við söguna, verða furðu skýrar. — Gallarnir eru blettir á málinu, stöku orð, orðatiltæki og orðskipun, sem að vísu tíðkast í ræðu og riti margra, en ætti að forðast, af því þau eru ruunin af illum áhrifum útlendrar tungu. Sumstaðar er máls- greinum of rnjög hnýtt hverri aftan í aðra. Það er þá eins og frá- sögn höf. hafi ruðst úr pennanum hraðar en svo að hann hefði tíma til að leysa málsgreinarnar sundur og raða þeim í léttstígari fylkingar. En skylt er að geta þess, að gallarnir hverfa því meir sem líður á söguna og malið legst þá létt og eðlilega af efninu. Þarf varla að kvíða því, að slíkir gallar loði lengi við stíl höf. Hann á nóg af ósviknum málmi og þarf að eins tíma og þolinmæði til að móta hann vel. — Eitt atriði í bókinni er ekki sennilegt: að sveitafólk, sem fær nyjan prest að haustinu, viti ekki fyr en komið er fram á vetur hvort hann er kvongaður eða ekki, þó hann hafi

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.