Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 88

Skírnir - 01.08.1906, Page 88
Skírnir, Erlend tiðindi. Frá Rússlandi. Stjórnin fekk engn tauti komið við fulltrúaþiugið. Það hafði alt á hornum sér, atyrti ráðgjafana á hverjum fundi og vildi engin góð boð þyðast, þau er hún kallaöi því nafni. Það samþykti nær í einu hljóði frumvarp um afnám líflátshegningar. Sagði svo einn formælandi þess, að slík lög væri ómissandi til þess, að et.ginn dauðadómur yrði löglegur, hvað sem á höndum bæri. Hann hefir efalaust hugsað sér svipaðar aðfarir og í frönsku stjórnarbyltingunni miklu. Ekki vildi stjórnin stað- festa þau lög. Þingið varð æ harðara í horn að taka, er leugra leið, og lauk svo, að keisari lót rjófa það, fulltrúadeildina (dúma) 21. júlí. Þá hafði hann og yfirráðgjafaskifti um leið, og heitir sá Stolypin, er við tók af Goremykin. Stolypin var áður innan- ríkisráðgjafi. Keisari ráðgerði lauslega í þingrofsúrskurði sínum, að kveðja þings aftur á áliðnum vetri, eftir n/jar kosningar. En tnargur efast um, að nokkuö verði úr því. Þingmenn brugðu sér norður yfir landamæri, til Víborgar á Finulandi, og áttn þar ráðstefnu með sér. Stjórnin bannaði þann fund. En ávarp fengu fundarmenn samið og samþykt áSur til; þjóðarinnar um viðskifti þings og stjórnar, mótmæli gegn þingrofs- gjörræðinu og áskornn iim, að reisa rönd við ólögunt þeira, er þjóðin væri beitt. Nú var búist við allsherjarverkfalli eða almennri uppreisn. En ekki varð það, heldur var vígum og róstum haldið áfram hins vegar lfkt og áður og öllu freklegar þó. Mest kvað að hermannauppreisn í kastalavirkjum hinum helztu við Kirjálabotn, Kronstadt úti fyrir Pétursborg og Sveaborg við Helsingfors á Finttlandi. Þar hefði »vörðurinn rauði« blásið að kolum; ett svo nefnist byltingarfélag, sem vekur valdsmönnum blóð hvar og hvenær sem færi gefst. Sumir eigna upptökin í Sveaborg

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.