Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 91

Skírnir - 01.08.1906, Page 91
Skirnir. Erlend tíðindi. 283 Gyðinga þá, er í brautarlestunum komu, og vó þá þar. Bændur komu hópum saman utan úr sveit í heiftarmóð út af fréttunum um árásina á helgigöngufólkið, og gengu í lið með brennivörgunum og manndrápurunum. — Svona segir amerískt tímarit frá mjög merkt og áreiðanlegt (The Independent). Keisari staðfesti mjög frjálslega stjórnarskrá handa Finnlend- ingum sama dag, sem hann lét rjúfa þing í Pétursborg, 21. júlí. E n g 1 a n d. Það leynir sór ekki, að hin n/ja stjórn þar, þeirra Campbell-Bannermans og hans félaga, ætlar sér að nota fr/ju- laust sinn mikla meiri hluta á þingi til að hrinda rösklega áfram /msum framfaramálum, er brezkir frelsisvinir hafa lengi þráð. Það þótti tíðindum sæta, er ráðgjafinn (C.-B.) fagnaði friðar- stuðnings-málstefnu þeirri, er þingmenn frá ymsum löndum áttu í Lundúnum a Ujiðju sumri, sama daginn og fréttist um þingrofið í Pétursborg, þessum orðum : Dúman er dauð. D ú m a n 1 i f i! Djarflegar vita menn eigi til að yfirstjórnandi stórveldis hafi mælt i garð jafnsnjalls viuarríkis. Enda ætlaði fundarsalurinn al- veg ofan af lófaklappi og fagnaðarópum. Þessu næst fór hann um »ófriðiun hertygjaða«, sern nú stynja flestar þjóðir undir, þau reiðinnar ógrynni fjár sem hann kostar, svo hörðum orðum, að ella heyrast eigi slík af annarra vörum en svæsnu8tu gagnbreytingamanna. Sá dagur mun koma bráðlega, mælti hann, er allir I/ðfrelsis- menn skilja það, að hermenskan er lands og 1/ða glötun, hinn mikli farartálmi á framfarabraut þjóðanna. Nú er þér komið heim af þessum fundi, mælti haun, þá segið landstjórnendum, að meira sé varið í verk en orð, og heimtið í nafni xnannkynsins niðurfærslu á hermenskukostnaðinum. Haun s/ndi það og brátt sjálfur, að hér fylgdi hugur máli. Fam dögum síðar lét hann flotamálaráðgjafann bera upp á þingi 50 milj. króna lækkun á fyrirhuguðum kostnaði til n/rra herskipa. En áður hafði liann klipt til muna utan af kostnaði til landhersins brezka. Hann sagði og þá berum orðum, að þá tillögu bæri að skoða sem beina. askorun til annarra ríkja að feta í sömu fótspor. Vór ætlum að vér munum ekki verða óþokkasælir fyrir þetta,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.