Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 94

Skírnir - 01.08.1906, Page 94
286 Erlend tíðindi. Skírnir. landsins, er laun hafði þegið áður úr ríkissjóði, meðan lifði. Þeirra hlunninda allra missir kirkjan, ef eigi játast hún undir skilnaðar- lögin fyrir 7. des. þ. á. Fyrir þá þrákelkni páfa er nú að rísa upp á Frakklandi fjölmennur flokkur leikmanna, er hafa vill samtök að því, að sœtta sig við þau lög, hvað sem páfi segir. Það leiðir eitt af skilnaðarlöguuum, að kirkjuleg sunnudagshelgi er úr lögum numin. Þó voru í þess stað sett lög um almennan hvíldardag einn í viku. Stækir andstæðingar kirkjunnar vildu ekki láta hann bera upp á sunnudag. En það varð þó úr. Þ/zkaland. Þar þróast enn sem fyr valdstjórnareinræði og afturhald, einkum í norðurhálfum ríkisins. Lögþingi Prússa t. d. samþykti í sumar alþ/ðuskólalög í þveröfuga átt við hin ensku — þau draga mjög úr afskiftum sveitarstjórna af barnauppfræðslu og fela hana að mestu á vald kennil/ðsins. Þar er bannað að lesa rit Hinriks Ibsens í kennaraskólum. Mikið bryddir og á fjárdrætti og mútum með þyzkum em- bættal/ð. Mest brögð eru að því sögð í n/lendumálastjórninni í Berlín. Þar er ausið út ógrynni fjár til að koma upp þ/zkum n/- lendum í öðrum heimsálfum og styðja þær. En allmikið af þvi fé er mælt að iendi í vösum embættismanna þeirra, er þau mál hafa með höndum. Stórverzlanir og verksmiðjur múta þeim til að kaupa hjá sór með ránverði það er þeir þarfnast handa nylendunum. Það komst upp í sumar um einn ráðgjafa keisarans, Podbielski, að hann var aðalhluthafi í einni slíkri stórverzlun. Baudaríkin í N.-Atneríku. Þar hefir mikið gengið á í sumar um uppljóstun margs kyns fjárdráttaróknytta og /mislegrar spillingar, er oft fylgir hóflausu auðsafni. Roosevelt forseti gengur ódeigur á hólm við þann dreka, en vinnur minna á en skyldi, með því að auðk/fingarnir ráða helzti miklu á þingi. Bandamenn leystu eyjarskeggja á Kuba úr langri ánauð Spán- verja fyrir fám árum og gerðu eyna að óháðu þjóðveldi í sínu verndarskjóli. Þar varð uppvíst í sumar um samsæri gegn þjóð- veldisforsetanum, Palma, og fylgdi uppreisn, er Bandamenn hafa orðið að hlutast til um og eigi er enn séð fyrir enda á. D a n m ö r k. Þar beið stjórnin töluverðan ósigur í landsþingis- kosningum 21. sept. og er nú þar í greinilegum minni hluta síns liðs. — Anuar helztur atburður þar á sumrinu var heimboð íslenzkra alþingismana, er stóð 12 daga.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.