Gefn - 01.07.1871, Page 4

Gefn - 01.07.1871, Page 4
6 bera vitni um í þjóðólfi, svo það er ekki furða, þó hanu sé ruglaður í hötðinu. Hann hefir aldrei verið stífur í Æsthe- tíkiuni kallinn og ætti heldur að fást við að »revídéra« Kirkjubæjarreikníngana en að vera að bulla um Meta- physik. pessi »pólitisk-póetisku ærsli og skrípalæti« sem herra ritstjórinn brígslar oss um — margur heldur mann af sér — eru í því innifalin, að vér höfum sagt í ritgjörðinni: 1) að mjög lítið gagn hafi orðið að alþíngi enn; 2) að Islaud eigi að standast af eigin kröptum, en ekki af dönsku fé; 3) að Island sé of fámennt til að vera »ríki«; 4) að Island eigi engu fremur tilkall til endurgjalds fyrir eydda muni en aðrar þjóðir, sem skoða allt þess háttar sem fallin mál. Sannanirnar fyrir öllu þessu liggja í sjálfri ritgjörðiuni og því þarf enginn að fara lengra en til hennar, því þær eru einúngis bygðar á lieilbrigðri skynsemi en ekki á því sem engin kemst að, en verður að trúa á eins og eitthvert kraptaverk. Höfundur ritgjörðarinnar hugsaði ekkert uin að þóknast stjórninni, þegar hann samdi ritgjörðina, og það ber hún hest með sér sjálf; vér erum þvert á móti sannfærðir um að oss hefir tekist víða hvar óhönduglega og að vér höfum öldúngis ekki ritað eins og stjórnin mundi hafa óskað, þó vér sjálfir hefðurn viljað það; ritstjórinu mundi raunar ekki vera lengi að kalla það smjaður og lygar ef vér segð- um að þeir menn, sem í stjórninni eru, væri góðir menn og lausir við undirferli og prívat-slúður og slettirekuskap, og að þeim ekkert gagn eða gaman geti verið í að kúga Is- lendínga eins grimdarlega og sagt hefir verið á alþíngi: og ef herra ritstjóranum kynni að þykja þetta of persónulegt og þess vegna ópólitice talað — eins og það líka er eptir því sem hans ritum er varið — þá skulum vér fræða hanu á því sem hann ekki veit, að illt tré getur aldrei borið

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.