Gefn - 01.07.1871, Side 9

Gefn - 01.07.1871, Side 9
11 krýndar ísstjörnum slúngnar jökulböndum. en himni standa ótal sólir á í óþrotlegum vetrarríkis ljórna og feiknastöfum manna sjónir slá. 5 þar stendur salur fögrum búinn blóma bvlgjandi sveipinn himintöfra logum valkyrjur yfir veifa björtum skjóma. en saungur líður undir bláurn bogum brúðkvæði meyja hetju skjaldarhljóð 10 er herja foldar börn á víðum vogum. J>ar leikur bæði lífs og dauða blóð í liljubikar geystum sigurhreimi eilífri ljómað ástarinnar glóð. því mitt í ljósum mitt í skærum eymi 15 á morgungeisla situr Vanadís er ræður ást í ástarríkum heimi. og hverjan dag sér hálfan val húu kýs en hálfan leiðir Óðinn sigurglaður þángað sem Valhöll víð og gullbjört rís. 20 Fólkvángur heitir fagur himinstaður en Freyja sjálf er eigindrottníng mín. Til suðurlanda bar mig hugur hraður því hulin laungun hvatti mig til þín um himindimman veg ef sjá eg fengi 25 varmara ljós og sælli sól er skín. Latónu sonur lék við hörpu strengi og loptið fylltist skæru guðdómshljóði höggdofa stóð og hlýddi jarðar mengi: [>ú Frevju ver af goða borinn blóði 30 um bláan svifinn veg til minna stranda þar sveimar eilíf sól í geisla flóði: rétt gatstu til um sælu suðurlanda og sigurgjöf eg nú þér eina veiti

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.