Gefn - 01.07.1871, Side 17

Gefn - 01.07.1871, Side 17
19 Forn fræði. Að sá tími, sem vér lifum á, sé framhald fornaldarinnar og bygður á henni, er öllum auðsætt; og að vor tími sé í flestum hlutum rniklu líkari fornöldinni en margir menn segja, það mun sér hverr sjá sem skoðar fornöldina med at- hygli og nokkrum lærdömi. Engu að síður er mismunur á fornu og nýju, og hann ekki lítill: einkenni fornaldarinnar er trúin, en einkenni vorrar aldar er efinn; áður rannsökuðu menn ekkert, en trúðu öllu, hversu ótrúlegt sem það var; nú rannsaka menn allt og trúa engu nema því sem menn þreifa á. Samt er það athugandi, að það ótrúlega, sem forn- öldin færði í sögur og fræði, verður að skoðast með tvennu móti: 1, hvort það sé eintómt hugmyndaflug, eða 2, hvort það ekki feli í sér einhvern verulegan sannleik. Vér kom- umst ávallt að þeirri niðurstöðu, að »opt er gott það sem gamlir kveða«. Vér skulum nefna til dæmis, að íóniski heimspekíngaskólinn kendi að einhverr andi (weú//a) færi í gegnum allt og réði eldi og andardrætti alls lífs: þetta gátu þeir ekki sannað og hverr sem vildi gat kallað það tómau hugarburð og vitleysu, og það var heldur ekki sparað, ein- mitt af því menn héldu að hér með væri meintur einliverr dæmon eða persónuleg vera: en Scheele ogPriestley og La- voisier fundu þennan »anda«, þó ekki yrði það fyrr en eptir margar aldir (1774): það er lífsloptið, oxygenium, sem fer 2*

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.