Gefn - 01.07.1871, Page 20

Gefn - 01.07.1871, Page 20
22 Ásaþjóðina sem kom austanað. Allir þessir eldri laudsmenn voru kallaðir tröll, þeir voru ómenntaðri en binir og það virðist mega heimfæra uppá þá það sem Tacitus segir um Oxíónana, að »þeir sé í framan eins og menn, en hafi dýra- skrokk«') — þessir menn hafa verið klæddir loðnum dýra- feldum, talað allt aðra túngu og verið alveg ólíkir að háttum þeim þjóðum sem síðan urðu sá eiginlegi stofn enna norrænu þjóða. Tröllin á Heiðarskógi, sem þorsteinn uxafótur vann, eru ekkert annað en þessir dýralegu menn;vér þurfum ekki að álíta þá sem neinar hugmyndir eða ímyndaðar verur; vér þurfum ekki að fara lengra upp í tímann en tvö eða þrjú hundruð ár til þess að finna historisk dæmi upp á að menn voru brendir og píndir ef eitthvað var annarlegt við þá, því þeirvoru þá haldnir djöflar, eins og fornmenn héldu að allt væri tröll sem var óvenjulegt. Eg hef áður -) drepið á, hvernig þessi tröllatrú samsettist af verulegum mönnum, náttúrukröptum og alveg ímynduðum veram; en vér ættum aldrei að gleyma því, að þessháttar ímyndanir þurfa í raun- inni ætíð einhvern líkamlegan grundvöll. J>að er sjálfsagt, að náttúran gefur ætíð líkamlegan grundvöll, því allir nátt- úrukraptar eru líkamlegir, og upprunalega er öll trú grund- völluð á náttúrukröptum, eins og öll orð merkja líkamlega hluti í fyrsta uppruna sínum; en í þjóðarandanum varð allt persónulegt, og þannig eru til komnar þessar furðulegu sögur sem umsnúa mannlegri náttúru svo gjörsamlega, að vér sjá- um strax að þær hljóta að merkja eitthvað annað en bein- línis og bókstaflega það sem þær segja frá. þ>ær leifar, sem fornþjóðirnar hafa eptir sig látið og kölluð Hellismenn eða Hellnamenn. (Hellismanna saga segir ekki frá neinni „þjóð“ — þó er þetta raunar óvíst allt saman.) ‘) ora hominum vultusque, corpora atque artus ferarum genere, Germ. c. 46. ’) Gefn II. 1 bls. 59.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.