Gefn - 01.07.1871, Page 30

Gefn - 01.07.1871, Page 30
32 suður af var kunnugra og austureptir allt til Indíalands, einkum eptir herfor Alexauders mikia; en vestur á bóginn komust þeir í rauninni varla nema til Ítalíu og svo norð- vestur til Massilíu, en Spánn var þeim svo ókunnur og all- ar enar vestri strendur Norðurafríku, að þeir trúðu því lengi að Herkúles hefði reist við Njörvasund súlur þær er kendar voru við hann og þar fyrir utan sögðu þeir ýmist vera sælu- stað annars lífs eða ey mikla og unaðlega er þeir kölluðu Atlantis; allt þetta er raunar hygt á hlutum sem verulega eru til, því súlur Herkúless eru tvö fjöll eða gnýpur sín hvoru megin við sundið, sælustaðurinn eður Fortunatae in- sulae eru Kanarí-eyjarnar og Atlantis hefir annaðhvort ver- ið Ameríka eða þá eyland mikið sem nú er horfið: en það sýnir hve óljós þekkíng manna var, að þetta var allt ýkt þannig og kom ekki fram öðruvísi en sem skáldleg hugmynd. J>á er það og eptirtektavert, að miklu minna er talað um jarðarbúnguna í suðri, þar var ekkert nema brennandi hiti svo menn héldu að Etíóparnir, sem þar bygðu, væri svartir af sólarbruna; en annars fara litlar sögur af þeim þjóðum. Diodorus Siculus (Bibl. L. III. c. 2) segir að Etíóparnir hafi verið enir fyrstu menn; þeir hafi átt hægast með að kvikna þar af því það land sé sólinni næst. þaö er eins og norð- urfjöllin hafi örvað hugmyndafiugið, þó þessi fjöll sumpart væri miklu nær Grikkjum en sjálfur norðurheimurinn sem þeir hjöluðu svo mikið um, og sumpart í allt aðra átt í rauninni; fjölliu fyrir norðan Grikkland eru Hæmus eða Balkan á Tyrklandi og svo allir fjallaklasar þar, Karpata- fjöllin og Mundíafjöll: öll þessi fjöll liggja fremur til vesturs frá sjónarmiði Grikkja, en til austurs gánga engir fjallgarðar fyrir norðan Svartahaf og engin fjöll eru þar nema Lralfjöllin, er liggja i suður og norður.1) Menn ímynduðu sér annars þessa ') Rhipaei montes kölluðust þessi norðurheims fjöll og sumir setja þau í austur af Kirjálabotnum, þar sem nú heitir það úralalaniska hálendi, sem þó er ekkert eiginlegt fjalllendi; en

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.