Gefn - 01.07.1871, Page 84

Gefn - 01.07.1871, Page 84
86 og þar af rángmyndað Ölves 1); Issedoues eru þá = Öl- vesíngar). Issedonaruir, sem seinna uefndust Essedonar, hafa flutt sig norður og vestur eptir eins og fleiri þjóðir, og loksins hafa þeir setst að við Eystrasalt: þar kölluðust þeir Estones (og mörgum öðrum nöfnum sem öll eru afbökuð úr því). Finnar eru góðir sjómenn, því þeir hafa vanist róðrum og skipaferðum á enum miklu vötnum og vatnsföllum í Asíu og á Rússlandi: þar eru Baikal og Balkasch, feiknamikil stöðuvötn, og Aral; þar eru Volga og Vína, Petsjora Ob Jenisei og ótal fleiri ár svo miklar að engar mega jafnast við þær í Evrópu. Eins og sumar Finnaferðirnar urðu norður fyrir Helsíngjabotn og suður á Noreg — svo var þegar Norr og Gorr fóru, því það er landnámssaga fyrir Norðmannatíð, og engin ástæða til að rengja hana þó hún sé mythisk — eins urðu sumar sunnar og þvert yfir Eystrasalt, og þær þjóðir hafa komið til Sviaríkis og Danmarkar. Frá þessum Finnum höldum vér að Danmarkar nafn sé komið, bæði í Danmörku sjálfri og í Svíaríki: þar var líklega kallað Don og Dan, og Tan, það er seinni hlutinn af nafninu Issedones, Estones; sumir þessara Finna urðu eptir ogNorðmenn köll- uðu þá Eistr af íyrra hluta nafnsins; af þeim er kallað Eystrasalt, sem er afbakað úr »Eistasalt«, en er ekkert skylt »austr« (austur-átt). þæssir Eistir hyggja enn áþessum stöðvum og eru nú raunar orðnir aptur úr, en hafa þó varðveitt ýmsar fornar venjur, þó þeir sé ekki útaf eins hroðalegir og í forn- öldinni. þeir hafa t. a. m. þá trú, að menn ekki megi deyja á sóttarsæng, og þá rífa frændurnir hinn sjúka upp úr rúminu og fleygja honum á gólfið, svo hann sálast opt af þeirri meðferð. Svo þegar hann er dauður, þá þvo þeir ) ^Olíossar’ rétt í Isl. s. I 372, ^Ölfossar’ rángt ib. 11. Eg leiði það ekki af „öl“, en álít það óbrotið náttúrunafn, af áll (oll) og foss.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.