Gefn - 01.07.1871, Side 86

Gefn - 01.07.1871, Side 86
88 er, eins og Schöning heldur1), forslag eða gómhögg sem ekkert þvðir. Efþað þýðir nokkuð af því sem hér ernefnt, þá merkir Codan annað hvort ólgusjó eða næturhaf (o:vestur- haf). Co geymist enn í Goðn (Guden-aa) = Godan, og »Katte-gat« ((gat’ er bætt við seinna, en (Katte’ er afbakað úr Cattan Cottan Cotan = Co-dan); Dan-zig hét áður Ge- dan(um) = Co-dan2). f>etta (co’ týndist framan af, en við (dan’ bættu enar seinna inniiuttu þjóðir (sá núverandi Dana-stofn) orðinu (mörk’ og gerðu úr því »Dan-mörk«. Hinn túranski þjóðstofn, sem upprunalega gaf nafnið »dan«, hvarf saman við ena arisku þjóð, og menn fundu upp á frumherranum »Dan« fyrir Danmörk, eins og »Norr« var fyrir Noreg. J>etta nafn Codan kemur fyrir hjá Pomp. Mela, eins og eg gat um, og ovia er hengt aptan við, svo nafnið er »Codanovia«3); ovia er = avia, augia = eyja, ogCodan- ovia er þá = Codan-ey; ovia er seinna bætt við af got- neskum (?) mönnum, og með s forslegnu verður úr því Scodan- ovia, sem aptur hefir afmyndast margvíslega; sú nafnkunn- asta afbökun nafnsins er »Scandinovia«, sem málfræðíng- arnir hafa leitt af »skán« (og skaun) af því þeir fundu þetta orð í Birni Haldórssyni — eins og nokkrum manni hafi dott- ið í hug að kalla nokkurt land »skán« (eins og rjómaskán grautarskán eða mykjuskán) þó það sé flatt! En engu að síður er nú þessi afmyndan komin inn í sögumál vort, þó stofninn sé dan, en ekki scan; en skán gat allt eins vel myndast úr scadan scandan scandin eins og lord úr hlaf- weard, lady úr hlafdige, Saone úr Sequana og Lyon úr Lug- dunum. J>etta hefir Miillenhoff líklega líka fundið, því hann ritar ávallt Scadinavia, en ekki Scandinavia, og fleiri myndir sanna þetta, svo sem Scadanan hjá Paulus Diaconus og >) Vid. Selsk. Skr. 1765. IX Bd. p. 205. a) Grimm segir (Gesch. DSpr. 723) að co geti ómögulega verið = go; en í DM 12 segir hann að cot sé sama sem goð. 3) Ránglega ritað Codanonia.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.