Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 88
90
tschudisku þjóöar sem bygði landið áður, og sem gekk fyrir
Ætternisstapa: það var »hyperboreisk« þjóð, sem hefir gefið
þar ótal nöfn sem samsett eru með ven og van (vatn):
Wendel Wengja Wenjan Wansö Wanstad Wanfts Wauá; en
af öllum þeim er merkilegast Yænir eða Wenern, því þar
varð Gefjunarsagan; í Heimskrínglu og Gylfaginníngu kall-
ast hann ránglega Lögrinn (Mælaren), eins og N. M. Pe-
tersen hefir fundið fyrir launguJ). Eg held að í vísuBraga
gamla eigi að lesa »Venis« fyrir »vineyjar«, en hvort Gefjun
sé skyld Fjóni, álít eg eins óvíst eins og að leiða Fjón af
fé. (Adamus Brem. kallar Fjón Finne, og þar við má minna
á Fanusii og Fundusii).
Athugasemd. Bls. 36, 2. línu: »Eptir hans sögn« .. .
þetta er rángt, þvíAmometus, en ekki Megasthenes, nefnir
Attacoraua. — [>að er líka réttara að rita Ripaei montes
heldur en Rhipaei (bls. 32 og 33). Mér hefir líka orðið á
að citéra tvisvar sömu staðina að óþörfu, not. 1 og 2 á
bls. 41, sem stendur í not. 3 á bls. 40. — Á bls. 33 hef
eg sagt að »Skytía« o. s. fr. sé óákvörðuð landshugmynd,
og á bls 67 að »Skytar« merki ekki neina þjóð sér. Við
þetta vill Neumann ekki kannast (hann ritaði sína bók 1855,
eptir að Grimm og Zeuss rituðu), heldur segir hann að Skyt-
ar sé þjóð sér og mál þeirra muni helst nálgast móngol-
sku; það er þess vegna »túranskt« mál og af sama flokki
og Finna-mál og þetta styrkir mína meiníngu um Examp-
aeus, en kemur ekki heim við Bergmanns afleiðíngu (pag.
67), sem eptir hljóðinu hlýtur að verða gotneskt eða ariskt
mál, eins og eg hef sagt. En þrátt fyrir þetta er það víst,
að Forngrikkir kölluðu »Skytíu« og »Skyta« mörg lönd og
margar þjóðir norður í heiminum, sem þeim voru ókunnar,
) I)anm. Hist. í Hed. I, 145—146.