Gefn - 01.07.1871, Page 91

Gefn - 01.07.1871, Page 91
93 Ástarvísa Hjartað mitt góða á heilagri stund höfuðið reistu af miðnætur blund við þig því vildi jeg tala það er elskunnar mál það er ástfagurt hljóð sem að æðarnar kveða og hjartnanna blóð meðan sóleyjar blómgvast um bala f>ú ert töfrandi sól þú ert tælandi mynd og sú tindrandi glóbjarta himnanna lind hún er ekkert við hliðina’ á þér þú ert hvít eins og sujór þú ert lirein eins og mjöll þú ert há eins og von er því þig ólu fjöll sem að strita við stjarnanna her þ>egar sól gyllir lund þegar sjórinn er blár þegar sverðlilja fellir um miðnætti tár þegar dimt er og saungfuglinn sefur þegar túnglskinið sofnaðri titrar á rós meðan trén standa kyr við hið heilaga ljós sem að heiminn í hálfrökkri vefur þ>á ertú mér í hug eins í birtu sem blund jatnt um blómanna tíð sem um vetrarins stund hvernig skyldi mitt hjarta þér gleyma Og hvert sinn er eg sofna eg hugsa til þín þú ert seinasta fegursta hugsanin mín og um þig vil eg dæma og dreyma

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.