Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 2
2
Lög
hins íslenzka fornleifafélags.
I.
Yerksyið félagsins.
i. gr.
Tilgangr félagsins er að vernda fornleifar vorar, leiða þær {
ljós, og auka þekking á hinum fornu sögum og siðum feðra vorra.
Félag vort starfar að því, að þær fornleifar og mannvirki,
sem enn kunna að finnast á íslandi og eigi verða flutt á forn-
gripasafnið, nái vernd og þeim verði haldið við, eftir því sem bezt
má verða, hvort sem er með lögum, er félagið mun reyna að fá
framgengt, eða öðrum ráðstöfunum.
Enn fremr starfar félag vort að því, að leiða fornleifar í ljós,
og mun þetta verða gjört á sem tryggilegastan hátt, bæði til þess
að stöðvar þær, er rannsakaðar verða, eigi raskist, að fundnum
munum verði haldið saman óskertum, og að ekkert það verði hulið
eða ókunnugt, sem við fundinn gæti aukið kunnáttu manna á forn-
um hlutum. fannig mun félagið láta rannsaka vísindalega hinn
forna alþingisstað vorn á þ>ingvelli, í fyrsta lagi lögberg, til þess
að ganga úr skugga um vafa þann, sem um það er vakinn, svo
og leifar af búðum og öðrum mannvirkjum, sem þar kunna að vera
eftir, enn fremr staði þá, er hof hafa verið á eða þing haldin,
hauga, gömul virki o. fl.
Ætlunarverk félagsins er og að auka kunnáttu þjóðar vorrar
með því að frœða almenning um fornleifar og sögulega þýðing
þeirra. Félagið heldr því til forngripasafnsins öllum þeim munum,
er geta haft þýðing fyrir sögu vora og lífernisháttu á hinum liðna
tíma, þannig að menn með safni þessu geti, að því leyti sem frek-
ast má vera, rakið lífsferil þjóðar vorrar um hinar liðnu aldir. Að
þessu styrkir og félagið með því að gefa út tímarit með fornfrœði-
legum ritgjörðum og skýrslum um aðgjörðir þess, svo og að sjá um,
að haldnir verði á hverju ári að minsta kosti tveir fyrirlestrar um
forna frœði, og skal ávalt annan þeirra halda á ársdegi félagsins,
hinn 2. dag ágústmánaðar.