Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 4
4
7- gr-
Formaðr stjórnai" öllum framkvæmdum og athöfnum félags-
ins, eftir tillögum fulltrúaráðsins, er hann kallar á fund, þá er hon-
um þykir þörf til bera, eða fulltrúi œskir þess.
Nokkru á undan því, er aðalfundr er haldinn, alþingisár hvert,
á formaðr að eiga fund með fulltrúum félagsins, og skal þar rœða
málefni þess og gera uppástungu um störf og framkvæmdir félags-
ins hin næstu tvö ár, eftir því sem frekast er unt.
Áætlun þessa skal leggja fyrir aðalfund þann, er þar á eftir
er haldinn, og samþykt þeirri, er á henni verðr, skal síðan fylgja.
8. gr.
Á ársfundum félagsins skal formaðr skýra frá efnahag og að-
gjörðum félagsins fyrir hið umliðna ár.
9- gr-
Formaðr getr og kvatt félagsmenn til aukafundar, þá er hon-
um þykir þörf. Skyldr er hann og að kalla fund saman, er ann-
aðhvori meiri hluti fulltrúa, eða 24 félagsmenn krefja þess, umsér-
stök málefni, er varða félagið, og skal þá ávalt tilgreina þau.
Fundi skal formaðr boða með nœgum fyrirvara, með auglýs-
ingu í blaði, er kemr út í Reykjavík.
10. gr.
ý>á er lögmætr fundr félagsmanna, er minst tólf, auk for-
manns, eru á fundi, og lögmætr fundr fulltrúa, ef helmingr þeirra,
auk formanns, kemr á fund. Enginn á atkvæði á fundi, utan hann
sé við staddr.
11. gr.
Á fundum félagsmanna og fulltrúa stjórnar formaðr umrœð-
um. Hann á ávalt atkvæðisrétt, enn sé atkvæði jöfn, ræðr atkvæði
hans úrslitum.
Formaðr skal ákveða dagskrá fundar, og í hverri röð málefn-
in eru rœdd. Ef félagsmaðr óskar sérstaklega, að eitthvert mál
sé tekið til umrœðu á .fundi, skal hann þrem nóttum fyrir fund
hafa skýrt formanni frá uppástungu sinni. Frá þessari reglu má
eigi bregða, nema meiri hluti atkvæða á fundi sé með því og for-
maðr samþykki það.
12. gr.
- Skrifari félagsins annast öll ritstörf‘þess, eftir ákvörðun for-
manns, og féhirðir öll inngjöld og útgjöld eftir ávísan hans. Fé-
hirðir heimtir og inn tillög félagsmanna; og semr reikning félags-